Vorsýningar Óperudeildar
8. maí kl. 16:00 & 19:30 Óperusýningar Óperudeildar í sal Söngskóla Sigurðar Demetz. Senur úr Eine Nacht in Venedig, Zar und Zimmermann, Cosí fan tutte og Acis and Galatea.
16362
post-template-default,single,single-post,postid-16362,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Vorsýningar Óperudeildar

Vorsýningar Óperudeildar

8. maí kl. 16:00 & 19:30
Óperusýningar Óperudeildar í sal Söngskóla Sigurðar Demetz. Senur úr Eine Nacht in Venedig, Zar und Zimmermann, Cosí fan tutte og Acis and Galatea.

Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir senur úr þremur óperum og einni óperettu í sal skólans 8. maí næstkomandi.

Tvær sýningar verða en alls eru 18 nemendur þátttakendur og skipta þau mörgum hlutverkum á milli sín.  Verkin sem sýnt verður úr eru Eine Nacht in Venedig, eftir Johann Strauss, Zar und Zimmermann eftir Albert Lortzing, Cosí fan tutte eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Acis and Galatea eftir Georg Friedrich Händel.

Leiðbeinendur í óperudeild eru Gunnar Guðbjörnsson og Auður Gunnarsdóttir og hafa þau notið aðstoðar Snorra Sigfús Birgissonar, píanóleikara sem leikur á sýningunum 8. maí. Einnig hafa Lilja Eggertsdóttir og Guðbjörg Sigurjónsdóttir aðstoðað nemendur við undirbúning hlutverka sinna.

Leikstjórn verður í höndum Gunnars og hjálpast nemendur og kennarar að við að búa sýningunni útlitsramma sem hæfir.

Söngskóli Sigurðar Demetz hefur kappkostað á síðustu árum að efna til þriggja sýninga ár hvert. Tvær þessara sýningar hafa þegar farið á fjalirnar, óperan Rita eftir Donizetti í febrúar og söngleikjasýningin „Óþvegið“ sem var sýning söngleikjadeildar, sýnd í apríl. Nú er komið að  sýningu sem er smærri í sniðum. Hér gefst mörgum nemendum fyrsta tækifæri til að takast á við smærri hlutverk og möguleikinn að glíma við ólíka stíla og nálgun óperulistformsins.

 

No Comments

Post A Comment