Óperudeild SSD sýnir Nótt í Feneyjum
18030
post-template-default,single,single-post,postid-18030,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Óperudeild SSD sýnir Nótt í Feneyjum

Óperudeild SSD sýnir Nótt í Feneyjum

Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir óperettu Johann Strauss sunnudaginn 30. mái í Vonarsal SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík.  Sýningar verða tvær sama daginn, kl. 17 og 19.30.

Leikstjóri sýningarinnar og leiðbeinandi í leiklist er Þorsteinn Bachmann og það er Antonía Hevesi sem leikur með söngvurum deildarinnar í þessari þekktu óperettu en hún hefur verið leiðbeinandi þeirra í óperudeild í vetur ásamt Gunnari Guðbjörnssyni. Dansatriðum í sýningunni stýrði Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir.

Miðaverð á sýninguna eru 3000 kr. og 1500 fyrir námsfólk en miða má panta með því að hringja í skrifstofu skólans í síma 5520600 eða senda póst á songskoli@songskoli.is.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.