
15 sep Óperudeild SSD opnar dyr fyrir nýja þátttakendur
Um leið og við í Söngskóla Sigurðar Demetz fögnum stofnun Þjóðaróperu á Íslandi opnum við óperudeild skólans fyrir nemendur sem vilja bæta við þjálfun sína á sviði og í óperulistinni. Deildin er ætluð nemendum skólans á framhaldsstigi og nú, einnig söngvurum utan skólans sem lokið hafa söngnámi og langar að taka þátt í metnaðarfullri óperuuppfærslu..
Í þátttöku óperudeildar SSD er eftirfarandi innifalið;:
• Þátttaka í vikulegum æfingum óperudeildarinnar (3 klst.)
• 6×30 mínútur í söngkennslu eða undirleik á hvorri önn
• Hlutverk í óperusýningu skólans sem sýnd verður á vorönn
Verð: 120.000 kr. fyrir hvora önn
Verk sem sett hafa verið upp á undanförnum árum eru m.a.:
• Töfraflautan – W.A. Mozart
• Susannah – Carlisle Floyd
• Gianni Schicchi – G. Puccini
• Orfeo – C. Monteverdi
Óperudeild SSD býður einstakt tækifæri til að efla söng- og sviðsreynslu í skapandi og faglegu umhverfi. Þegar nær dregur frumsýningu eykst æfingaálagið og þátttakendur fá tækifæri til að upplifa þá vinnuferla sem fylgja alvöru óperuuppfærslu. Bjarni Thor Kristinsson er leiðbeinandi og leikstjóri en einnig mun Hrönn Þráinsdóttir verða leiðbeinandi og Gunnar Guðbjörnsson og aðrir kennarar SSD koma að vinnunni í vetur. Verkefnið sem ráðist verður í í vetur verður valið fljótlega í haust.
Skráning og nánari upplýsingar:
Hafið samband við Söngskóla Sigurðar Demetz í síma 5520600 eða með netpósti gunnar@songskoli.is. Einnig er hægtr að hafa samband við Gunnar Guðbjörnsson í síma 6634239
Sorry, the comment form is closed at this time.