Óperudeild flytur Suor Angelica og senur úr óperum Mozart í Tjarnarbíói
17609
post-template-default,single,single-post,postid-17609,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Óperudeild flytur Suor Angelica og senur úr óperum Mozart í Tjarnarbíói

Óperudeild flytur Suor Angelica og senur úr óperum Mozart í Tjarnarbíói

Þriðjudaginn 26. mars verður óperan Suor Angelica eftir G. Puccini ásamt senum úr óperum Mozarts flutt af óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz í Tjarnarbíói.

Tvær sýningar verða þennan sama dag, kl. 18 og kl. 21. Atriði úr óperunum Töfraflautunni og Brottnáminu úr Kvennabúrinu eftir W. A. Mozart verða fluttar auk Suor Angelicu Puccinis..

Það eru nemendur í óperudeild 2 (mið-, framhalds- og háskólastig) sem koma fram í sýningunni en leikstjóri er Kristinn Sigmundsson. Antonía Hevesi leikur á píanó á sýningunni en hún er æfingarstjóri óperudeildar.

Í óperunni Suor Angelica eru einungis kvenhlutverk  en verkið  fjallar um örlög systur Angelicu sem eignaðist barn utan hjónabands og kallaðaði þar með skömm yfir fjölskyldu sína. Örlög hennar eru klausturvist og að þurfa að gefa barnið frá sér.

Það er léttara yfir senum úr óperum Mozarts á sýningunni sem tekur um tvo klukkutíma.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.