Neil Semer og Rannveig Fríða Bragadóttir með masterklassa í Söngskóla Sigurðar Demetz
16946
post-template-default,single,single-post,postid-16946,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Neil Semer og Rannveig Fríða Bragadóttir með masterklassa í Söngskóla Sigurðar Demetz

Neil Semer og Rannveig Fríða Bragadóttir með masterklassa í Söngskóla Sigurðar Demetz

Það verður stutt milli stórviðburða hjá okkur þennan fyrri hluta febrúar því helgina eftir  sýningahelgina á Ósögðu sögunni af Figaró taka við tveir masterklassar sem ekki verða af verri endanum.

Næsta laugardag, 11. febrúar kl. 14 fáum við góðan gest frá New York, Neil Semer, en hann er í hópi þekktari söngkennara Bandaríkjanna í dag.  Neil hefur átt í nánu samstarfi við marga þekkta söngvara og er vinsæll söngkennari sem ferðast stöðugt til að miðla kunnáttu sinni. Neil er tíður gestur í heimsborgunum Toronto, London, Kaupmannahöfn og París auk þess sem hann vinnur víða í Þýskalandi en hann rekur eigin akademíu í borgunum  Coesfeld og Aub, Neil Semer Summer Vocal Institute sem starfað hefur um 20 ára skeið. Masterklassa Neil verður skipt til helminga milli söngleikjadeildar og einsöngsdeildar og komast fjórir nemendur að úr hvorri deild en einnig er hægt að setja sig í samband við Hönnu Dóru Sturludóttur varðandi að fá einkatíma hjá þessum þekkta kennara.

Mánudaginn 13. febrúar kemur svo til okkar frá Vínarborg, Rannveig Fríða Bragadóttir en hún verður með námskeið sitt kl. 17 þann dag.  Rannveig Fríðu þarf vart að kynna Íslendingum enda þekkt söngkona sem starfaði um árabil við Ríkisóperuna í Vín og við Óperuna í Frankfurt. Hún hefur einnig sungið víða um heim sem gestasöngvari en síðstu árin  hefur hún snúið sér í auknu mæli að söngkennslu og starfar sem söngkennari við Universität für Musik und darstellende Kunst Wien.

Við bjóðum þau bæði velkomin og munum fylgjast spennt með öllu því sem þau munu hafa fram að færa.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.