
21 nóv Masterklass með Hrólfi Sæmundssyni
Næsta mánudag er síðasti masterklassinn á þessu ári en þá fáum við Hrólf Sæmundsson til okkar í heimsókn.
Hrólf þarf líklegast ekki mikið að kynna en hann hefur síðustu vikur slegið í gegn í hlutverki Macbeth í Achen í Þýskalandi þar sem hann hefur starfað um árabil.
Hrólfur Sæmundsson lauk meistaragráðu í einsöng við New England Conservatory í Boston vorið 2001 með hæstu einkunn, þar sem aðalkennarar hans voru Susan Clickner og Mark St. Laurent.
Hlutverk hans í Achen hafa m.a. verið Papageno, titilhlutverkin í Evgení Onegin og Pelleas og Melisande; Leporello í Don Giovanni, Sharpless í Madame Butterfly, Ford í Falstaff, Dandini í Öskubusku, greifinn í Brúðkaupi Fígarós og Kurwenal. Auk þessa hefur Hrólfur sungið sem gestasöngvari
Hrólfur hefur komið fram á fjölda tónleika hérlendis, í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku.
No Comments