Lothar Odinius með masterklass í SSD
20790
post-template-default,single,single-post,postid-20790,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive

Lothar Odinius með masterklass í SSD

Lothar Odinius með masterklass í SSD

Lothar Odinius heimsækir í upphafi skólaárs  Söngskóla Sigurðar Demetz í annað sinn og verður með masterclass þann 16. september.

Lothar er þekktur konsert- og óperusöngvari og hefur hlutverkaskrá hans náð allt frá barokk tónlist til nútímatónlistar. Hann hefur verið reglulegur gestur víða um heim í tónleikasölum Berlínar, Vínar, Milano og New York en þar hann söng í hinni þekktu tónleikahöll Carnegie Hall.  Á óperusviðinu hefur hann sungið í Royal Opera House Covent Garden í London, Opera National í París, Semperoper í Dresden, Operunni í Zurich en einnig við óperuhátíðinar í Bayreuth, Ruhrtriennale, Glyndebourne og Schwetzingen.

Hann hefur kennt við Tónlistarháskólann Carl Maria von Weber í Dresden frá árinu 2018 og hafa nemendur hans þaðan náð góðum árangri m.a. við óperustúdíóið í Chemnitz.

Hann hefur haldið masterklassa við Alþjóðlegu Bachakademíuna í Stuttgart og við óperustúdíóið í Wuppertal/Dortmund.

Masterklass Lothars hefst kl. 17.30 og verður meðleikari Helga Bryndís Magnúsdóttir.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.