Kristján Jóhannsson með fyrsta masterklass vetrarins
17720
post-template-default,single,single-post,postid-17720,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Kristján Jóhannsson með fyrsta masterklass vetrarins

Kristján Jóhannsson með fyrsta masterklass vetrarins

Eins og síðustu ár verða masterklassar í boði fyrir nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz í vetur og verður Kristján Jóhannsson með þann fyrsta 30. september næstkomandi.

Kristján þarf ekki að kynna enda einn þekktasti söngvari þjóðarinnar. Hann hefur um árabil kennt við skólann en hann á að baki áralangan söngferil og söng við öll helstu óperuhús veraldar. Það verður gaman að fylgjast með meistara Kristjáni kenna. Masterklassar skólans á mánudagskvöldum hefjast jafnan kl. 17.30 og standa til kl. 20.

Næstu gestir okkar verða Margrét Eir, sem verður með masterklass fyrir söngleikjadeild 17. október, Herdís Anna Jónasdóttir sem verður með sinn masterklass 2. desember og í janúar er von á Ágústi Ólafssyni sem mun gefa nemendum kost á að vinna í þýskum ljóðasöng. Einnig er von á Neil Semer í febrúar og síðar næsta vor mun Gary Jankowski koma í sína árlegu heimsókn.

Það er því ýmislegt spennandi framundan í vetur eins og síðustu ár.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.