Kristinn Sigmundsson með masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz
17227
post-template-default,single,single-post,postid-17227,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Kristinn Sigmundsson með masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz

Kristinn Sigmundsson með masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz

Fyrstur gesta okkar á nýju ári til að halda nemendum Söngskóla Sigurðar Demetz masterklass verður Kristinn Sigmundsson en hann kemur í heimsókn 29. janúar kl. 17.

Kristinn stundaði söngnám hér heima, í Vínarborg og Bandaríkjunum en hann hefur starfað mest erlendis frá árinu 1989. Hann var fastráðinn við óperuna í Wiesbaden í Þýskalandi, en í seinni tíð hefur hann komið fram í flestum virtustu tónlistar- og óperuhúsum heims; Vínaróperunni, Metropolitan óperunni í New York, La Scala í Mílanó, The Royal Albert Hall, og Covent Garden á Englandi, auk óperuhúsanna í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Dresden, Düsseldorf, Genf, Köln, Flórens, París, San Francisco og Detroit.

Það er mikill fengur fyrir nemendur skólans að fá að njóta handleiðslu Kristins en hann kom til okkar síðast haustið 2015. Eins og venjulega verður Antonía Hevesi við slaghörpuna.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.