09 des Jólatónleikar SSD í Háteigskirkju
Á morgun, laugardaginn 10. desember 2016 verða jólatónleikar Söngskóla Sigurðar Demetz haldnir í Háteigskirkju.
Tónleikarnir skiptast í þrjá hluta en sá fyrsti hefst kl 13.30 með nemendum grunndeildar.
Tónleikar miðstigsnemenda og framhaldsstigsnemenda hefst kl 14.30 en á báðum fyrstu hlutunum koma einnig fram nemendur úr söngleikjadeild skólans.
Síðasti hluti jólatónleikanna hefst kl 16 en þar verða að hluta til framhaldsstigsnemendur og nemendur á fjórða þrepi, eða háskólastigi.
Síðasti kennsludagur fyrir jól verður þriðjudagurinn 20. desember.
Sorry, the comment form is closed at this time.