Jólatónleikar SSD árið 2021
18112
post-template-default,single,single-post,postid-18112,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Jólatónleikar SSD árið 2021

Jólatónleikar SSD árið 2021

Við nálgumst nú óðum að hafa glímt við heimsfaraldur í 2 ár og í annað sinn á þeim tíma höldum við nú í jólatónleika. Jólatónleikar SSD verða haldnir í nýja salnum okkar  laugardaginn 4. desember og hefjast fyrstu tónleikar kl. 12. Verða svo tónleikar á vo koll af  á heila tímanum koll af kolli til kl. 18, en þeir síðustu hefjast kl. 17.

Við viljum gjarnan forðast  takmarkanir eftir fremsta megni en í fyrra urðum við að láta okkur nægja streymistónleika. Við viljum því beina þeim tilmælum til allra, þátttakenda sem gesta að mæta í hraðpróf og hafa sönnun þess með á tónleikana á laugardaginn.

Hraðprófin eru öllum að kostnaðarlausu og er hyggilegt að panta þau sem fyrst til að fólk komist örugglega að. Langar raðir hafa myndast við Suðurlandsbraut á laugardagsmorgnum og því mælum við með því að fólk sé snemma á ferðinni.  Við beinum einnig þeim tilmælum til flytjenda að ekki fylgi fleiri en 5 hverjum þeirra.

Við beinum einnig þeim tilmælum til flytjenda að ekki fylgi fleiri en 5 tónleikagestir hverjum þeirra.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.