Janusz Nosek í óperuhlutverkum í Genova og Pesaro
18164
post-template-default,single,single-post,postid-18164,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Janusz Nosek í óperuhlutverkum í Genova og Pesaro

Janusz Nosek í óperuhlutverkum í Genova og Pesaro

Ánægjulegar fréttir berast þessa dagana frá Ítalíu af Janusz Nosek, sem útskrifaðist frá skólanum vorið 2021.

Nú í júní þreytir Janusz frumraun sína á óperusviðinu í Accademia di alto perfezionamento del Teatro Carlo Felice di Genova í óperunni Il Turco in Italia.  Síðar í sumar tekur hann svo þátt í Accademia Rossiniana í Pesaro og syngur hlutverk í óperu Rossinis, Il Viaggio al Reims á Rossini óperuhátiðinni.

Janusz hefur í vetur stundað nám við óperustúdíóið í Bologna í vetur og fengið þar fjölda tækifæra til söngs á tónleikum og á óperusviði.

Við í Söngskóla Sigurðar Demetz óskum Janusz til hamingju með þennan frábæra árangur og sendum einnig kennara hans hér við skólann, Kristjáni Jóhannssyni, heillaóskir.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.