Íris Björk Gunnarsdóttir með masterklass í SSD
22002
post-template-default,single,single-post,postid-22002,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-8.0,vc_responsive

Íris Björk Gunnarsdóttir með masterklass í SSD

Íris Björk Gunnarsdóttir með masterklass í SSD

Íris Björk Gunnarsdóttir verður með masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz föstudaginn 10. janúar kl 16. Píanóleikari á masterklassinum verður Hrönn Þráinsdóttir.

Íris Björk lýrískur sópran sem er búsett í Osló. Hún er með bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands, nam eitt ár við Óperuháskólann í Stokkhólmi og útskrifaðist með mastersgráðu frá Óperuháskólanum í Osló sumarið 2023.

Leikárið 2023-2024 var hún ráðin við Den Norske Opera & Ballett og fór með hlutverk Anninu í La traviata, Díönu í Orfeus í Undirheimum, Kate Pinkerton í Madama Butterfly og Sœur Mathilde í Dialogues des Carmélites.
Haustið 2024 söng hún Sylvu í Die Csárdásfürstin eftir Kálmán í Bodø og Tromsø auk þess að vera hluti af söngvarahóp Óperudaga í Reykjavík. Vorið 2025 fer hún með aðalhlutverk í heimsfrumsýningu nýrrar óperu Stian Westerhus nefnd Fønix í leikstjórn Lisa Lie í Den Norske Opera.
Íris Björk hefur hlotið fjölda styrkja á Íslandi, Svíþjóð og Noregi. Þá ber helst að nefna styrk Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi námsárangur við Listaháskóla Íslands, styrk Tom Wilhelmsen í Noregi og styrk Ruud-Wallenberg í Svíþjóð. Íris Björk bar sigur úr býtum í söngkeppninni Vox Domini í Janúar 2018 og hlaut titilinn ,,Rödd ársins”. Einnig var hún ein sigurvegara Ungra einleikara vorið 2021 og kom fram ásamt Sinfóníhljómsveit Íslands á samnefndum tónleikum.
Íris Björk hefur sérstakan áhuga á nútímaóperum og frásögnum sem hafa djúpstæð áhrif á áhorfendur.

Masterklassinn er öllum opinn til áheyrnar og verður haldinn í sal skólans Hljómbjörgu á .2. hæð Ármúla 44 en gengið er inn í húsið frá Grensásvegi.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.