Helen Whitaker með fyrirlestur til að aðstoða nemendur með frammistöðukvíða
18585
post-template-default,single,single-post,postid-18585,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Helen Whitaker með fyrirlestur til að aðstoða nemendur með frammistöðukvíða

Helen Whitaker með fyrirlestur til að aðstoða nemendur með frammistöðukvíða

Föstudaginn 19. apríl næstkomandi, fáum við Helen Whitaker í heimsókn en hún mun bæði vinna með kennurum SSD og nemendum í heimsókn sinni til Íslands. Helen mun halda tveggja klukktíma námskeið fyrir nemendur skólans þar sem hún fjallar um leiðir til að vinna á frammistöðukvíða en hún hefur sérhæft sig í að vinna með tónlistarflytjendum í þeirri vinnu.Helen hefur áður haldið námskeið fyrir kennara skólans en hún útskrifaðist frá Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance í London árið 2012 með meistaragráðu í tónlistarflutningi. Hún vann til gullverðlaunahafi Harold Clarke Woodwind verðlaunanna í kjölfar útskriftar sinnar.


Helen hefur frá útskrift verið sjálfstætt starfandi sem hljómsveitarleikari, einleikari og gert upptökur fyrir  kvikmyndir og sjónvarp.  Hún hefur komið fram í útsendingum BBC í Bretlandi og FIP í París í Frakklandi. Undanfarin ár hefur Helen komið fram í Carnegie Hall (New York) í Elbphilharmonie (Hamburg), Royal Concertgebouw (Amsterdam) og Opera City (Tókýó).


Helen hefur sérstakan áhuga á tilraunakenndri tónlist en tónlistarhópur hennar,p.e.r.s.o.n.a.l.c.l.u.t.t.e.r, sérhæfir sig í að færa líkama flytjenda inn í miðpunkt tónlistarflutnings tónverka.  

Eftir að hafa upplifað af eigin raun álagið sem störf tónlistarmanna geta valdið ákvað Helen að bæta við sig annari meistaragráðu í sálfræðimeðferð. Síðustu 9 ár hefur hún byggt upp feril meðfram tónlistariðkun sinni sem meðferðaraðili, með sérhæfingu í að vinna með starfandi fólki í tónlistarflutningi (performing arts). Hún hefur haldið fyrirlestra á London Jazz Festival og Great Escape Festival í Bretlandi og er talsmaður góðgerðarsamtakanna Help Musicians UK.

Hún rekur sína eigin einkastofu þar sem hún vinnur með einstaklingum sem upplifa kvíða, þunglyndi, kulnun eða í sorgarferli. Um þessar mundir vinnur Helen í samstarfi við annan rannsakanda fyrir Royal Northern College of Music við að þróa leiðir til að efla og bæta starfsvenjur fyrir tónlistarskóla og óperuhús í þeim tilgangi að styðja velferð hljóðfæraleikara og söngvara.

Námskeið Helen hefst kl. 14 og er opið öllum nemendum skólans sem vilja kynnast leiðum til að vinna á óttanum við að koma fram á tónleikum.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.