Guðmundur og Jóhann í Savonlinna
18168
post-template-default,single,single-post,postid-18168,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Guðmundur og Jóhann í Savonlinna

Guðmundur og Jóhann í Savonlinna

Guðmundur Davíðsson og Jóhann McClure Óðinsson Waage útskrifuðust báðir úr Söngskóla Sigurðar Demetz á sínum tíma en þeir héldu báðir til framhaldsnáms við Konunglegu tónlistarakademíuna í Antwerpen og hafa verið búsettir þar síðan.

Í sumar eru þeir félagar hinsvegar staddir í Finnlandi, nánar tiltekið á óperuhátíðinni í Savonlinna.  Þar koma þeir fram í kór hátíðarinnar þar sem fluttar verða óperurnar Aida, Carmen og Tosca. Hátíðin er mörgum kunn enda nýtur hún mikilllar virðist en hún var fyrst haldið árið 1912.

Næsta vetur munu þeir félagar halda áfram að starfa saman, þá við Flæmsku óperuna í Antwerpen. Þeir verða þar meðlimir í extrakór óperuhússins og syngja í óperunum Mahagonny eftir Kurt Weill og Ernandi eftir meistara Giuseppe Verdi.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.