Flygill Jórunnar Viðar til Söngskóla Sigurðar Demetz
17352
post-template-default,single,single-post,postid-17352,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Flygill Jórunnar Viðar til Söngskóla Sigurðar Demetz

Flygill Jórunnar Viðar til Söngskóla Sigurðar Demetz

Það var okkur mikið ánægjuefni að fjölskylda Jórunnar Viðar skuli hafa gefið  okkur tækifæri til að fá að láni hljóðfæri hennar í haust en hún lést fyrir rétt um ári síðan.
 
Láninu fylgdi það góða boð að ef okkur líkaði við hljóðfærið gætum við fest kaup á því. Þetta er auðvitað stór fjárfesting fyrir litla stofnun en skólinn vill  garnan freista þess að eignast hljóðfæri þessarar stórkostlegu listakonu og að það muni í framtíðinni nýtast ungum söngnemum og söngvurum sem starfa við Söngskóla Sigurðar Demetz en eins og margir vita var Jórunn ekki aðeins frábært tónskáld og píanóleikari heldur  einnig um margra ára bil meðleikari söngnemenda í Söngskólanum í Reykjavík.
 
Við viljum gjarnan beina til þeirra sem vinveittir eru skólanum aðhægt er að  leggja okkur lið í að eignast Steinway & Sons flygil  Jórunnar Viðar. Eru viðkomandi beðnir um að setja sig í samband við okkur í skólanum, í síma 5520600 eða hafa sambandi við skólastjóra, Gunnar Guðbjörnsson,  í síma 6634239. Einnig er hægt að senda okkur netpóst á gunnar@songskoli.is.
Við vonumst eftir hjálp við að láta þennan draum okkar rætast en einnig er ætlunin að halda minningartónleika um Jórunni á næstu misserum í skólanum þar sem leikið yrði með söngvurum á hennar eigið hljóðfæri. Það væri viðeigandi virðingarvottur við Jórunni Viðar en hún er samkvæmt okkar bestu heimildum jafnaldri Íslenska lýðveldisins og hefði því orðið 100 ára á þessu ári.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.