26 nóv Eyjólfur Eyjólfsson með smiðju í Söngskóla Sigurðar Demetz í tilefni fullveldisafmælis
Í Söngskóla Sigurðar Demetz verður haldið upp á fullveldisafmæli Íslendinga laugardaginn 1. desember eins og víða annarsstaðar en gestur okkar verður Eyjólfur Eyjólfsson.
Eyjólfur verður með sérstaka smiðju fyrir 10 nemendur í skólanum. Leikar hefjast kl. 9 að morgni laugardagsins 1. desember með fyrirlestri, kynningu og sýnikennslu á langspilið. Nemendurnir 10 velja sér lag úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar til undirbúnings fyrir smiðjuna. Eftir kynningu Eyjólfs kæmi að nemendum að segja frá þjóðlögunum sem þau völdu og af hverju það lag varð fyrir valinu. Þátttakendum verður að því loknu skipt í þrjá til fjóra hópa, u.þ.b. þrír saman í hóp og útbúa langspils-útsetningar við hvert og eitt lag með aðstoð Eyjólfs. Útsetningarvinnan ætti ekki að taka meira en svona 30 mín, en að henni lokinni leika og syngja þátttakendur útsetningarnar fyrir hvert annað á sal.
Síðara verkefni dagsins verður svo að gera spunaverk með öllum þátttakendum. Hugmyndin er að hópurinn sitji í hring, vonandi öll með sitt langspil. Spunaverkið verður um 20 mínútna langt.
Gert er ráð fyrir að dagskrá smiðjunnar ljúki um kl. 12.30 þar með er þó ekki öllu lokið því þátttakendur bruna þá til Hafnarfjarðar með Eyjólfi og taka þátt verkefni í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju.
Dagskráin er í tilefni af 100 ára Fullveldi Íslands. Það er Hafnarfjarðarkirkja, Annríki – Þjóðbúningar og skart, Hátíð Hamarskotslækjar og Hafnarfjarðarbær sem standa að hátíðinni en gestir eru hvattir til að klæðast þjóðbúningum. Klukkan 13:15 verður Eyjólfur ásamt þátttakendum í námskeiðinu með tónlistarflutning.
Við hér í Söngskóla Sigurðar Demetz höldum upp á fullveldisafmæli Íslendinga laugardaginn 1. desember eins og aðrir en þá verður Eyjólfur Eyjólfsson gestur okkar hér í skólanum.
Eyjólfur verður með sérstaka smiðju fyrir 10 nemendur í skólanum. Hann hefur leikinn kl. 9 um morguninn með fyrirlestri, kynningu og sýnikennslu á langspilið. Nemendurnir 10 velja sér lag úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar til undirbúnings fyrir smiðjuna. Eftir kynningu Eyjólfs kæmi að nemendum að segja frá þjóðlögunum sem þau völdu og af hverju það lag varð fyrir valinu. Þátttakendum verður að því loknu skipt í þrjá til fjóra hópa, u.þ.b. þrír saman í hóp og útbúa langspils-útsetningar við hvert og eitt lag með aðstoð Eyjólfs. Útsetningarvinnan ætti ekki að taka meira en svona 30 mín, en að henni lokinni leika og syngja þátttakendur útsetningarnar fyrir hvert annað á sal.
Síðara verkefni dagsins verður svo að gera spunaverk með öllum þátttakendum. Hugmyndin er að hópurinn sitji í hring, vonandi öll með sitt langspil. Spunaverkið verður um 20 mínútna langt.
Gert er ráð fyrir að dagskrá smiðjunnar ljúki um kl. 12.30 þar með er þó ekki öllu lokið því þátttakendur bruna þá til Hafnarfjarðar með Eyjólfi og taka þátt verkefni í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju.
Dagskráin er í tilefni af 100 ára Fullveldi Íslands. Það er Hafnarfjarðarkirkja, Annríki – Þjóðbúningar og skart, Hátíð Hamarskotslækjar og Hafnarfjarðarbær sem standa að hátíðinni en gestir eru hvattir til að klæðast þjóðbúningum. Klukkan 13:15 verður Eyjólfur ásamt þátttakendum í námskeiðinu með tónlistarflutning.
Sorry, the comment form is closed at this time.