
23 maí Diplómuprófstónleikar Snjólaugar Veru – söngleikir
28. september kl. 16:00
Snjólaug Vera Jóhannsdóttir heldur diplómuprófstónleika sína 25. maí næstkomandi klukkan 15:00. Diplómupróf er sérstakt próf á vegum söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz ætlað nemendum sem vilja undirbúa sig sérstaklega fyrir prufur t.d. fyrir skóla erlendis. Snjólaug Vera hefur starfað af krafti í söngleikjadeildinni í fjölda ára og átti mikla meistaratakta sem Fíóna í söngleiknum Shrek í Borgarleikhúsinu sem lauk núna í maí. Hún heldur nú á vit ævintýranna við háskólanám í söngleikjum í Bretlandi. Allir velkomnir á tónleikasal skólans, Hljómbjörgu á 2. hæð meðan húsrúm leyfir, ókeypis inn.
Facebook viðburður fyrir tónleikana fæst með því að smella hér.
Sorry, the comment form is closed at this time.