27 ágú Carl Philippe Gionet píanóleikari gestakennari í SSD
Carl Philippe Gionet píanóleikari verður gestur okkar í Söngskóla Sigurðar Demetz fyrstu vikur skólaársins. Hann mun verða leiðbeinandi í samsöngstímum okkar dagana 9., 23., 30. September og 7. Október.
Carl Philippe er fjölhæfur listamaður fæddur í Kanada, en franskur að langfeðratali. Hann lauk doktorsprófi í píanóleik frá Háskólanum í Montréal hjá Paul Stewart og hefur síðan tekið þátt í fjölda námskeiða í píanóleik.
Hann hefur einnig lagt sérstaka áherslu á þjálfun í meðleik á píanó, meðal annars í Austurríki og á Englandi. Nú er hann eftirsóttur píanóleikari og kennari bæði vestan hafs og austan. Árið 2013 stofnaði hann Musique sur mer en Acadie, samtök sem helga sig menntun og dreifingu klassískrar tónlistar frönskumælandi hluta Kanada. Síðan 2014 hefur hann verið aðal píanókennari og söngþjálfari við Breno Italy International Music Academy.
Fyrir fyrstu útgefnu bók sína, Icarus, var Carl tilnefndur til verðlauna Prix Antonine-Maillet-Acadie Vie. Geisladiskur hans Tu me voyais kom út 2022 með tólf útsetningum hans á acadískum þjóðlögum í flutningi hans og sópransöngkonunnar Christina Haldane.
Það verður sannarlega gaman að fá þennan góða gestakennara til okkar og kjörið tækifæri fyrir nemendur að fara með franska tónlist til hans, eða annað tónlistarefni á meðan á dvöl hans á Íslandi stendur.
Sorry, the comment form is closed at this time.