Áhersla á tónlistarleikhús í samstarfi tveggja Ármúlaskóla
16961
post-template-default,single,single-post,postid-16961,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Áhersla á tónlistarleikhús í samstarfi tveggja Ármúlaskóla

Áhersla á tónlistarleikhús í samstarfi tveggja Ármúlaskóla

Söngskóli Sigurðar Demetz og Fjölbrautaskólinn við Ármúla efna á komandi vetri til spennandi samstarfs.

Söngskóli Sigurðar Demetz hefur á síðustu árum lagt aukna áherslu á nám í tónlistarleikhúsi með stofnun sérstakrar söngleikjadeildar til viðbótar við óperudeild sem hefur verið starfrækt við skólann um árabil. Möguleikar á sérhæfðu námi í tónlistarleikhúsi aukast enn frekar nú þegar samstarf SSD og Fjölbrautarskólans við Ármúla verður að veruleika í haust. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur á síðustu árum sett upp þrjár sýningar á ári, söngleiki og óperur. Sýningarnar eru mikilvægur hluti af þjálfun nemenda og hefur fjöldi þátttakenda í þessum sýningum haldið til framhaldsnáms í erlendum háskólum. Kennarahópur skólans samanstendur af mörgum af þekktustu einsöngvurum landsins en deildarstjóri söngleikjadeildar er Þór Breiðfjörð.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á nám til stúdentsprófs, starfsnám í heilbrigðisgreinum og nýsköpunar- og listnám auk sérnámsbrautar. Lögð er sérstök áhersla á hvetjandi námsumhverfi auk fjölbreytni í námi, námsmati og kennsluháttum. Við skólann stunda tæplega 900 nemendur nám í dagskóla og um 1200 nemendur í fjarnámi. Fjölbreytileikinn er ráðandi í skólastarfinu en nemendur eru frá tæplega 30 löndum. Listnám hefur fengið mikið rými í skólastarfinu en nemendur hafa val um fjölbreytta flóru áfanga á því sviði auk þess sem árlega er settur upp söngleikur og er stefnt að sameiginilegri sýningu skólanna tveggja vorið 2018.

Með samstarfi Fjölbrautarskólans við Ármúla og Söngskóla Sigurðar Demetz er stefnt að því að auka val nemenda og að nemendur geti stundað nám í skólunum tveimur samtímis. Það nám sem í boði er í Söngskóla Sigurðar Demetz verður metið inn á stúdentsbrautir FÁ. Þannig geta nemendur sérhæft sig þar sem hæfileikar þeirra fá að njóta sín til hins ítrasta og vænta skólarnir báðir mikils af samstarfinu.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.