
23 jan Kolbeinn Jón Ketilsson með masterklass í SSD
Kolbeinn Jón Ketilsson verður með masterklass fyrir nemendur okkar í SSD föstudaginn 31. janúar kl. 17.00. . Meðleikari á masterklassinum verður Hrönn Þráinsdóttir.
Kolbeinn er einn þeirra íslensku söngvara sem gert hafa garðinn hvað frægastan á erlendri grund. Hann hefur sungið flest stærstu og kröfuhörðustu hlutverk óperubókmenntanna og komið fram í mörgum af þekktustu óperuhúsum um víða veröld. Þá hefur hann sungið með fjölmörgum heimsþekktum hljómsveitarstjórum m.a. Zubin Mehta, Lorin Maazel, Anthony Pappano og Kurt Masur. Meðal hlutverka sem Kolbeinn hefur sungið eru titilhlutverkin í Ævintýrum Hoffmanns, Tannhäuser, Don Carlo sem og Radamès í Aidu, Rodolfo í La Bohéme, Cavaradossi í Toscu, Tristan í Tristan og Isolde, Florestan í Fidelio og mörg fleiri. Hann hefur komið fram í Wiener Musikverein í Vínarborg, Tónlistarhátíðinni í Salzburg, Musikhalle í Hamborg, óperhúsum í München, Dresden, Frankfurt, Genf, Toronto, Napoli, París, Lissabon, Kaupmannahöfn, Helsinki að ógleymdri Íslensku Óperunni í Reykjavík. Kolbeinn er búsettur í Osló þar sem hann starfar sem söngvari og kennari.
Kolbeinn hefur komið nokkrum sinnum til okkar í SSD áður og haldið masterklassa fyrir nemendur og það verður fróðlegt að fá þennan gest aftur til okkar. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta sent póst á gunnar@songskoli.is
Sorry, the comment form is closed at this time.