Söngskóli Sigurðar Demetz | Söngleikjadeild – frumsýning á Into the Woods
18024
post-template-default,single,single-post,postid-18024,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive

Söngleikjadeild – frumsýning á Into the Woods

10 maí Söngleikjadeild – frumsýning á Into the Woods

Þetta fræga söngleikjaævintýri eftir Stephen Sondheim verður frumsýnt 5. júní í Gaflaraleikhúsinu. Verkið er áttunda uppfærsla söngleikjadeildar. Hópurinn hefur staðið af sér holskeflur og snúningsbolta COVID (7-9-13) og neitað að gefa nokkurn afslátt við vinnu, þótt sóttvarnarreglur hafi oft þrengt að. Nú er æft fjórum sinnum í viku og mikil eftirvænting í loftinu. Leikstjóri er sem fyrr Orri Huginn Ágústsson og tónlistarstjóri Ingvar Alfreðsson

 

Miðar verða fáanlegir í lok vikunnar á Tix.is ásamt nánari upplýsingum svo fylgist vel með.

Engar athugasemdir

Lokað er fyrir innlegg að svo stöddu.