Roberta Cunningham snýr aftur til að halda masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz
17195
post-template-default,single,single-post,postid-17195,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Roberta Cunningham snýr aftur til að halda masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz

Roberta Cunningham snýr aftur til að halda masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz

Við í Söngskóla Sigurðar Demetz erum himinlifandi yfir því að bandaríska söngkonan og söngkennarinn Roberta Cunningham snýr aftur til okkar síðar í þessum mánuði til að halda  masterklass, nánar tiltekið mánudaginn 20. nóvember kl 17-19.30.

Cunningham hóf söngferil sinn í Wien í Austurríki og starfaði við evrópsk óperuhús og tónleikahald  til ársins 2003 – m.a. í Stuttgart, Berlin, Hannover, Kiel, Innsbruck og  Leipzig.  Síðustu 15 ár hefur hún í auknum mæli snúið sér að söngkennslu og rekið eigin söngstúdíó í Berlín þar sem hún býr en einnig í London, Kaupmannahöfn og Árósum. Hún heimsótti okkur síðast í október í fyrra og var gerður góður rómur af kennslu hennar en masterklassa hefur hún haldið í New York, Washington DC, Pittsburgh, Berlin, Stuttgart og London.

Mögulegt er að bóka einkatíma hjá Cunningham með því að hafa samband við Hönnu Dóru Sturludóttur.

Antonía Hevesi  leikur með nemendum á námskeiðinu 20. nóvember.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.