
13 jún Janusz Nosek í óperuhlutverkum í Genova og Pesaro
Ánægjulegar fréttir berast þessa dagana frá Ítalíu af Janusz Nosek, sem útskrifaðist frá skólanum vorið 2021.
Nú í júní þreytir Janusz frumraun sína á óperusviðinu í Accademia di alto perfezionamento del Teatro Carlo Felice di Genova í óperunni Il Turco in Italia. Síðar í sumar tekur hann svo þátt í Accademia Rossiniana í Pesaro og syngur hlutverk í óperu Rossinis, Il Viaggio al Reims á Rossini óperuhátiðinni.
Janusz hefur í vetur stundað nám við óperustúdíóið í Bologna í vetur og fengið þar fjölda tækifæra til söngs á tónleikum og á óperusviði.
Við í Söngskóla Sigurðar Demetz óskum Janusz til hamingju með þennan frábæra árangur og sendum einnig kennara hans hér við skólann, Kristjáni Jóhannssyni, heillaóskir.
Lokað er fyrir innlegg að svo stöddu.