Bergþór Pálsson kynnir IPA hljóðkerfið fyrir nemendum Söngskóla Sigurðar Demetz
17185
post-template-default,single,single-post,postid-17185,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Bergþór Pálsson kynnir IPA hljóðkerfið fyrir nemendum Söngskóla Sigurðar Demetz

Bergþór Pálsson kynnir IPA hljóðkerfið fyrir nemendum Söngskóla Sigurðar Demetz

Í nóvember og desember kemur Bergþór Pálsson í heimsókn til okkar í Söngskóla Sigurðar Demetz til að leiðbeina nemendum varðandi IPA hljóðkerfið í ítölsku, þýsku og frönsku.

Farið verður í aríur eða sönglög að eigin vali nemenda og lesið í gegn með hjálp ipasource.com en kerfið er hægt að nálgast hjá okkur gegnum tölvur í skólanum.

Námskeið Bergórs verður í þremur hlutum:

  1. Laugard. 18. nóv. kl. 9.15-10.55 – aríur eða sönglög á ítölsku.
  2. Laugard. 25.nóv . kl. 9.15-10.55 – aríur eða sönglög á þýsku.
  3. Laugard.  9. des. kl. 9.15.10.55 – aríur eða sönglög á frönsku.

Nemendur þurfa að hafa meðferðis fartölvurtölvur til að vinna á námskeiðinu.

ipasource.com er síða þar sem hægt er að sjá framburð með „IPA“ (international phonetic alphabet) á aríum og sönglögum á latínu, ítölsku, þýsku og frönsku.

Síðan er einkar gagnleg til að koma í veg fyrir misskilning eða villur í framburði, einnig til að vera undirbúinn í söngtíma, svo að hægt sé að nota tímann í annað en að tyggja texta.

Sem dæmi er þetta hentugt þegar vafi leikur á hvort stafirnir E eða O eru opnir eða lokaðir. Þegar táknin eru lærð, verður auðvelt að lesa úr þeim, [e] líkist t.d. ísl. I, en [ɛ] líkist ísl. E.

Við í Söngskóla Sigurðar Demetz leggjum mikla áherslu á nauðsyn þess að nemendur okkar vandi til tungumálaframburðar síns. Framburður og málskilningur erlendra tungumála er mikilvægur  í söng eins og gefur að skilja enda eru ljóðin og óperutextarnir uppspretta tónlistarinnar sem við syngjum. Framburður ásamt túlkun texta gegna mikilvægu hlutverki í endurgjöf á söngprófum og aldrei verður ofgert í undirbúningi á tungumálalegri hlið söngsins, t.d. fyrir inntökupróf í háskólanám. IPA kerfið og þekking á notkun þess  er því um mjög mikilvægt tækifæri til að fullkomna sig í sígildri sönglist og eykur möguleika á að nemendur hljóti inngöngu í framhaldsnám erlendis.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.