Aukasýningar á Heathers 27. mars vegna fjölda áskoranna
17377
post-template-default,single,single-post,postid-17377,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Aukasýningar á Heathers 27. mars vegna fjölda áskoranna

Aukasýningar á Heathers 27. mars vegna fjölda áskoranna

Rokksöngleikurinn Heathers hefur sannarlega slegið í gegn en um er að ræða stærstu sýningu sem söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ráðist í. vegna Viðbrögð áhorfenda á fyrstu tveimur sýningum hafa verið ótrúlega jákvæð og fjöldi áskoranna borist um að endurtaka sýninguna. Því hefur verið ákveðið að bæta við tveimur sýningum þriðjudagskvöldið 27. mars. Sýningarnar verða  kl 18.30 og 22.

Tónlist og handrit verksins eru eftir Laurence O’Keefe og Kevin Murphy. Söngleikurinn er byggður á ,,cult“ kvikmyndinni Heathers frá árinu 1989.

Miðasalan fer fram á Tix.is

Þrjár stúlkur sem allar heita Heiður stjórna með harðri hendi hver er vinsæll og hver ekki í framhaldsskóla í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Verónika er stúlka á lokaári sem er sviplega innlimuð í gengi Heiðanna og kynnist því allt í einu hvernig það er að vera vinsældamegin í lífinu. Myrku hliðar unglingsáranna eru til umfjöllunar og leikurinn æsist þegar Verónika kynnist leyndardómsfullum og aðlaðandi pilti, sem býður öllum í skólanum birginn og henni ást sína … með stórhættulegum afleiðingum!

Söngleikjadeildin er á sínum fimmta starfsvetri og verður sýningin lokaverkefni nemenda.

Við bjóðum framhaldsskólanemum sérstakt nemendaverð og veitum afslátt fyrir hópa. Hafið samband við thor@songskoli.is og fáið nánari upplýsingar eða spyrjið nemendafélagið ykkar.

Þetta er metnaðarfyllsta verk söngleikjadeildarinnar til þessa og lofar frábærri skemmtun!

ATHUGIÐ: Vegna orðbragðs er söngleikurinn ráðlagður fyrir 13 ára og eldri.

Íslensk þýðing: Orri Huginn Ágústsson, Karl Pálsson, Þór Breiðfjörð Byggt á þýðingu Önnu Írisar Pétursdóttur og Bryndísar Bjarkar Kristmundsdóttur.

Leikstjórn og sviðshreyfingar: Orri Huginn Ágústsson

Tónlistarstjórn: Ingvar Alfreðsso

Danshöfundur: Auður Bergdís Snorradóttir

Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason

Hljóð: Kristinn Gauti Einarsson

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.