224 ára reynsla af listkennslu
16928
post-template-default,single,single-post,postid-16928,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

224 ára reynsla af listkennslu

224 ára reynsla af listkennslu

Í dag hittust fulltrúar nokkurra rótgróinna listaskóla sem eiga það sameiginlegt að hafa verið að kenna á mörkum framhalds- og háskólastigs. Markmiðið var að stilla saman strengi gagnvart menntamálayfirvöldum og háskólum, varðandi viðurkenningar og samstarf.

Segja má að hér hafi mikil reynsla verið saman komin því samanlagður aldur skólanna taldist vera 222 ár.   Tónlistarskólinn í Reykjavík er þeirra elstur, stofnaður 1930, Myndlistaskólinn í Reykjavík, stofnaður 1947, Söngskóli Sigurðar Dementz, stofnaður 1995, Ljósmyndaskólinn, stofnaður 1998, og Kvikmyndaskóli íslands, stofnaður 1992.

Niðurstaða fundarins var að stefna að stofnun samtaka sjálfstæðra listaskóla sem eru að vinna bæði á framhalds- og háskólastigi. Markmiðið er að efla starfsemi skólanna og þjóna sameiginlegum hagsmunum þeirra. Á fundinum voru Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík,  Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans Í Reykjavík, Sigurborg Rögnvaldsdóttir, verkefnastýra Ljósmyndaskólans, Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands (KVÍ) og Hilmar Oddsson, rektor KVÍ, en fundurinn fór fram í húsakynnum Kvikmyndaskólans.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.