Sumarskóli fyrir unga söngleikara
17806
post-template-default,single,single-post,postid-17806,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Sumarskóli fyrir unga söngleikara

Sumarskóli fyrir unga söngleikara

Vikuna 29.júní – 3.júlí verður haldið sumarnámskeið unga söngleikara, 15 ára og eldri.

Námskeiðið er hnitmiðað sumarnámskeið í söng, leiklist og dansi til að undirbúa unga söngleikara undir frekara nám í söngleikjum. Nemendur fá uppistöðu í söngtækni, dansþjálfun, leiklistarvinnu, samvinnu við meðleikara og framkomu á sviði.

Kennarar eru Axel Ingi Árnason tónskáld, Auður Bergdís Snorradóttir danshöfundur, Jana María Guðmundsdóttir leikkona og Valgerður Guðnadóttir söngkona. Kennt verður 9-16 mánudag til föstudags, 29.júní til 3.júlí nk í húsakynnum Söngskóla Sigurðar Demetz, Ármúla 44, Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sumarskólans: www.facebook.com/songleikjasumar og skráning fer fram á á songleikjasumar@gmail.com

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.