22 maí Skólaslit á föstudaginn
Nú standa yfir okkar síðustu skóladagar hér í Söngskóla Sigurðar Demetz og verður skólanum slitið föstudaginn 24. maí kl. 18 á sal skólans.
Þá fá nemendur afhentar umsagnir kennara, einkunnir í hliðarfögum og þeir nemendur sem hafa lokið áfangaprófum fá vonandi allir sín prófskírteini en hent getur að þau berist okkur ekki í tæka tíð fyrir skólaslitin.
Prufur fyrir nýja nemendur í skólann fara fram fimmtudaginn 23. maí og þriðjudaginn 28. maí, tímasetningar eftir samkomulagi við skrifstofu (herdis@songskoli.is).
Skólastarfið hefst aftur í haust að loknu sumarfríum föstudaginn 30. ágúst kl. 18 og hefst kennslan sjálf á mánudegi 2. september.
Sorry, the comment form is closed at this time.