Opinn dagur í Söngskóla Sigurðar Demetz
18381
post-template-default,single,single-post,postid-18381,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Opinn dagur í Söngskóla Sigurðar Demetz

Opinn dagur í Söngskóla Sigurðar Demetz

Við í Söngskóla Sigurðar Demetz verðum með Opinn dag  laugardaginn 18. febrúar milli kl. 12-15.

Dagurinn er kjörið tækifæri fyrir söngáhugafólk að kynnast starfsemi skólans. Gestir geta litið við á æfingu óperudeildar SSD á óperunni Susannah eftir Carlisle Floyd en hún verður sýnd í aprílbyrjun. Það er Bjarni Thor Kristinsson sem leikstýrir en hann hefur áður leikstýrt fjölda verkefna SSD síðustu ár.

Einnig verður hægt að fylgjast með dansæfingu söngleikjadeildar en hún er hluti af undirbúningi deildarinnar á uppsetningu söngleiksins Something Rotten í vor. Barna og unglingadeild munu einnig verða kynntar en þar að auki verður hægt að fylgjast með opnum söngtímum og hitta nemendur og kennara úr skólanum.

Dagskráin er hluti af opnum dögum Samtaka sjálfstæðra listaskóla. Söngskóli Sigurðar Demetz er til húsa í Ármúla 44 (gengið inn frá Grensásvegi).

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.