Söngleikja- og óperudeild 1 og Óperudeild 2 (opin óperudeild)
15803
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15803,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive
 

Söngleikja- og óperudeild 1 og Óperudeild 2 (opin óperudeild)

Óperudeildir veturinn 2022-23

Söngnám er ekki aðeins spurning um að læra lög og söngtækni. Einnig er leikræn tjáning nauðsynleg til að söngur virki og því stendur öllum nemendum í Söngskóla Sigurðar Demetz til boða nám í leiklist og túlkun.

Í  barna- og unglingadeild er leiklist fléttað inn í kennsluna. Eftir nám í unglingadeild  geta nemendur valið milli söngleikjadeildar og einsöngsdeildar en meðan á grunn- og miðstigsnámi stendur er hægt að velja sér undirbúningsnám fyrir annað hvort söngleikjadeild eða óperudeild 2.

Þannig er nú hægt að fara í Söngleikja- og óperudeild 1 og kynnast báðum þessum sviðslistagreinum áður en fólk tekur ákvörðun um framhaldið.  Þessi nokkurskonar undirbúningsdeild fyrir það sem koma skal er  ætluð grunn- og miðstigsnemendum en óperudeild 2 kemur svo í framhaldinu fyrir síðari hluta miðstigs ásamt framhalds- og háskólastigsnema.

NÝ SÖNGLEIKJA- OG ÓPERUDEILD 1

Söngskóli Sigurðar Demetz býður nú upp á samhliða einkatímum í söng ásamt glænýjum hóptíma þar sem byrjendur í söng fá fyrst leiklistarkennslu fyrir söngvara á sviði. Þorsteinn Bachmann er leiklistarkennari en i vor verður sett upp létt og skemmtileg sýning með nemendum.

Hóptímum stýra reyndir söngvarar og sviðsleikarar í söngleikjum og óperum.

Þarna eru saman nemendur með alls konar bakgrunn, klassískan, popp og söngleikja. Frábær leið til að komast yfir feimnina, frelsa röddina með hjálp sviðshreyfinga og upplifa gleðina við að setja upp skemmtilegt verk.

 

OPIN ÓPERUDEILD II

Í vetur verður Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz opnuð upp á gátt og söngvurum og söngnemendum á öllum aldri utan skólans boðið að taka þátt í starfsemi hennar samhliða þeim nemendum sem stunda nám við deildina.

Deildin er starfrækt á miðvikudögum kl 17-20 í sal skólans og í lok vetrar verður blásið til óperusýningar sem sniðin verður að þeim nemendum sem stunda nám við deildina. Auk þess fer fram í tímunum almenn kennsla í leiklist, sviðsframkomu og ýmsu öðru sem tengist óperusöng. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 15 tímum (3 klst) fyrir jól og 15 eftir jól auk lokaæfinga fyrir sýninguna n.k. vor. Kennarar við deildina eru Bjarni Thor Kristinsson leikstjóri og Guðrún Charlotta Harðardóttir píanóleikari. Verð fyrir allan veturinn er 200.000 kr. Einnig býðst þátttakendum að kaupa 5 söngtíma (45 mín) hjá völdum kennurum skólans á aðeins 40.000 kr til viðbótar við upphafsgreiðsluna.

Óperusýningar SSD síðustu ár hafa verið sýndar í Kópavogsleikhúsinu og er ráðgert að sami háttur verði á í vetur.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Guðbjörnsson í síma 6634239 en einnig er hægt að senda honum fyrirspurnir á netfangið gunnar@songskoli.is þar sem einnig er tekið á móti umsóknum.