29 jan Neil Semer með masterklassa í einsöngs- og söngleikjadeild SSD
Helgina 8. og 9. febrúar verður Neil Semer frá New York gestur Söngskóla Sigurðar Demetz en hann heldur nemendur einsöngsdeildar masterklass fyrri daginn en nemendum söngleikjadeilar þann síðari.
Neil er okkur í SSD þegar kunnur en hann hefur áður haldið masterklassa við skólann áður, í báðum deildum. Þessi virti söngkennari er í hópi þekktustu söngkennara Bandaríkjanna í dag og hefur átt í nánu samstarfi við marga nafntogaða söngvara í óperuheiminum og á söngleikjasviðinu. Neil Semer ferðast mikið um heimsbyggðina til að miðla reynslu sinni og það er mikilvægt tækifæri fyrir nemendur skólans að fá að njóta leiðsagnar hans. Hægt er að fræðast meira um hans störf á heimasíðu hans. Hann er tíður gestur í heimsborgunum Toronto, London, Kaupmannahöfn og París auk þess sem hann vinnur víða í Þýskalandi en hann rekur eigin akademíu í borgunum Coesfeld og Aub, Neil Semer Summer Vocal Institute sem starfað hefur í 24 ár.
Öllum er heimilt að koma og hlusta á Neil Semer kenna á báðum masterklassa sem hefjast kl. 13.30 á laugardag, en 13 á sunnudag. Einnig stendur til boða að bóka einkatíma með því að senda honum póst á netfangið neilsemer(hjá)aol.com.
Sorry, the comment form is closed at this time.