13 jan Lothar Odinius frá Tónlistarháskólanum í Dresden með masterklass í SSD
Lothar Odinius heimsækir nú í ársbyrjun en hann verður með masterklass í Söngskóla Sigurðar Demetz í þriðja sinn föstudaginn 23. janúar kl 16-18.30. Píanóleikari verður Hrönn Þráinsdóttir.
Lothar er þekktur konsert- og óperusöngvari og hefur hlutverkaskrá hans náð allt frá barokk tónlist til nútímatónlistar. Hann hefur verið reglulegur gestur víða um heim í tónleikasölum Berlínar, Vínar, Milano og New York en þar hann söng í hinni þekktu tónleikahöll Carnegie Hall. Á óperusviðinu hefur hann sungið í Royal Opera House Covent Garden í London, Opera National í París, Semperoper í Dresden, Operunni í Zurich en einnig við óperuhátíðinar í Bayreuth, Ruhrtriennale, Glyndebourne og Schwetzingen.
Hann hefur kennir við Tónlistarháskólann Carl Maria von Weber í Dresden frá árinu 2018 og hafa nemendur hans þaðan náð góðum árangri m.a. við óperustúdíóið í Chemnitz.
Hann hefur haldið masterklassa við Alþjóðlegu Bachakademíuna í Stuttgart og við óperustúdíóið í Wuppertal/Dortmund.
https://www.hfmdd.de/personen/p/865-lothar-odinius
Sorry, the comment form is closed at this time.