22 sep Kolbeinn með masterklass á mánudag
Kolbeinn Jón Ketilsson verður með masterklass hjá okkurí SSD mánudaginn 27. september kl. 18. Þetta verður fyrsti masterklassinn í vetur og í fyrsta sinn sem við höfum viðburð í nýjum sal.
Kolbeinn er einn þeirra íslensku söngvara sem gert hafa garðinn hvað frægastan á erlendri grund. Hann hefur sungið flest stærstu og kröfuhörðustu hlutverk óperubókmenntanna og komið fram í mörgum af þekktustu óperuhúsum um víða veröld. Þá hefur hann sungið með fjölmörgum heimsþekktum hljómsveitarstjórum m.a. Zubin Mehta, Lorin Maazel, Anthony Pappano og Kurt Masur. Meðal hlutverka sem Kolbeinn hefur sungið eru titilhlutverkin í Ævintýrum Hoffmanns, Tannhäuser, Don Carlo sem og Radamès í Aidu, Rodolfo í La Bohéme, Cavaradossi í Toscu, Tristan í Tristan og Isolde, Florestan í Fidelio og mörg fleiri. Hann hefur komið fram í Wiener Musikverein í Vínarborg, Tónlistarhátíðinni í Salzburg, Musikhalle í Hamborg, óperhúsum í München, Dresden, Frankfurt, Genf, Toronto, Napoli, París, Lissabon, Kaupmannahöfn, Helsinki að ógleymdri Íslensku Óperunni í Reykjavík. Kolbeinn söng einsöng á opnunartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni undir stjórn Vladimir Ashkenazy í Maí síðastliðnum. Kolbeinn er fæddur á Ísafirði og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur fram á tónleikum í fæðingarbæ sínum.
Kolbeinn var síðast með masterklass hjá okkur haustið 2016 og það verður fróðlegt að fá þennan gest aftur til okkar. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta sent póst á gunnar@songskoli.is
Sorry, the comment form is closed at this time.