Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)
16293
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16293,page-child,parent-pageid-15776,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.5,vc_responsive
 

Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)

Starfsferill

Sigrún Hjálmtýsdóttir hóf feril sinn á sviði dægurtónlistar. Síðar stundaði hún sígilt söngnám við Guildhall School of Music and Drama í London og hélt síðan til Ítalíu í framhaldsnám. Hún hefur tekið þátt í margvíslegum uppfærslum og sýningum jafnt á sviði sem og í kvikmyndum, sem ber fjölbreyttum hæfileikum hennar vitni. Frumraun sína á óperusviði þreytti hún í hlutverki dúkkunar, Olympiu, í Ævintýrum Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu.

Meðal verkefna hennar hjá Íslensku óperunni eru hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Papagenu og Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, Lúsíu í Lucia di Lammermoor, Víolettu í La Traviata, Adínu í Ástardrykknum og Rósalindu í Leðurblökunni. Sigrún söng þrjú hlutverk í uppfærslu á Niflungahring Wagners sem var samvinnuverkefni Íslensku óperunnar, Þjóðleikhússins og Listahátíðar. Árið 2006 söng hún hlutverk Kæthe í óperunni Le Pays eftir J.G. Ropartz á Listahátíð. Hún hefur marg oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem og erlendum hljómsveitum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur hljóðritað fjóra geisladiska við undirleik Sinfóníunnar en alls hefur hún sungið inn á rúmlega 70 hljómplötur.

Árið 2001 söng hún ásamt José Carreras á eftirminnilegum tónleikum í Laugardagshöll og 2005 hlotnaðist hennni sá heiður að stíga á stokk með Placido Domingo á tónleikum hans í Egilshöll. Undanfarin ár hefur hún komið fram á tónleikum í Frakklandi, Rússlandi, Kanada og Kína, svo nefnd séu dæmi. Síðast söng Sigrún við Íslensku óperuna hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, fyrstu óperusýningunni í Hörpu, haustið 2011 og hlaut hún Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverkinu. Árið 1995 var Sigrún sæmd hinni íslensku fálkaorðu og árið 1997 finnsku ljónsorðunni.

English

Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú was born and bread in Reykjavik, the capital of Iceland. Her impressive artistic talent and warm-hearted stage presence- first as a pop star and then as a leading operatic singer- have earned her the acclaim of critics and audiences alike. 

She has appeared and acted on stage, in television films and cinema films.

Hjálmtýsdóttir performed for years with the group “ Spilverk Thjódanna“, and became extremely popular as a singer of pop, jazz and folk music. 

Sigrún completed her classical traing at the Guildhall School of Music and Drama in London, gratuating with the AGSM-diploma. Then followed further training in Milan where she took part in singing contests and came through with flying colours.

She made her operatic debut as Olympia in The tales of Hoffmann by Offenbach at the National Theatre in Iceland. Other leading roles followed as: Susanna in Marriage of Figaro; Gilda in Rigoletto; Queen of the Night in The Magic Flute; Lucia in Lucia di Lammermoor; Violetta in La Traviata; Adina in L’ elisir d’ amore; Rosalinda in Die Fledermaus; Kate in Le Pays; Freia and Helmwige in The Nibelung´s Ring.  These roles have taken her abroad.

She has performed in the Nordic countries, U.S.A., Canada, China, Japan, Baltic States, Britain, France, Italy, Germany, Austria, to name but a few.

Hjálmtýsdóttir has recorded over 40 Lp’s and CD’s, including ballads, light songs, and opera.Shehas appeared in conserts with world famous tenors as, José Carreras and Placido Domingo and has been decorated with the Icelandic Order of the Falcon and the Finnish Order of the Lion.