Egill Árni Pálsson
16787
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16787,page-child,parent-pageid-15776,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive
 

Egill Árni Pálsson

Starfsferill

Egill lauk námi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 2008 og fluttist til þýskalands sama ár.  Hann tók þátt í og vann til verðlauna í keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach. Í kjölfarið bauðst honum að taka þátt í viðburðum eins og Classic Open Air í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti,  Gala tónleikum í Mercedes World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín. Egill var fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010. Meðal hlutverka sem hann hefur sungið: Cavaradossi(Tosca), Tamino (Die Zauberflöte), Caramello og Herzog (Eine Nacht in Venedig), Rodolfo (La boheme), Luzio (Das Liebesverbot), Bobby(Besuch der Alten Dame), Duka di Mantua(Rigoletto), Governor/Vanderdendur/Prince Ragotski (Candide), Alfred (Die Fledermaus), Adam (Der Vogelhändler) og fleiri.

Egill hefur ferðast víða til að læra hjá bestu kennurum sem völ er á eins og David L. Jones í New York,  Janet Williams, Prof. Edwin Scholz og Prof. Wolfgang Millgramm í Berlín. Að auki hefur hann sótt einkatíma hjá: Kristni Sigmundssyni, Johan Botha, Reiner Goldberg, Elisabeth Mayer-Topsöe og Kiri Te Kanawa. Meðal stjórnenda sem hann hefur unnið með og sótt tíma hjá eru: Martin Fischer-Dieskau, Kevin McCutcheon, Howard Griffiths og Frank Strobel svo einhverjir séu nefndir. Egill hefur lokið 4 ára námi í kennslu og söngtækni við David Jones Voice Studio í New York.

Meðal verkefna á Íslandi síðustu ár má nefna Tosca og Kúnstpása hjá Íslensku Óperunni, fjölmargir tónleikar með ÓP-hópnum og Raddir Reykjavíkur, tónleikaferð til Seattle auk verkefna eins og Paukenmesse eftir Haydn, Lobegesang eftir Mendelssohn, Mozart Requiem og tónleikaröðin Brautryðjendur

Árið 2016 kom út fyrsta plata Egils, Leiðsla.

.