Pétur Ernir Svavarsson
21246
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-21246,page-child,parent-pageid-15776,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive
 

Pétur Ernir Svavarsson

Starfsferill

Pétur Ernir útskrifaðist frá Royal Academy of Music með Mastersgráðu í Söngleikjum vorið 2023. Áður stundaði hann nám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með bakkalárgráðu í píanóleik og söng vorið 2022. Pétur hefur unnið til ýmissa verðlauna bæði tengd söng og píanóleik sínum. Þar má nefna Nótuna þar sem hann vann til aðalverðlauna sem og Vox Domini söngkeppnina þar sem hann hlaut áhorfendaverðlaun ásamt því að hljóta sérstök verðlaun fyrir flutning á íslensku verki eftir tónskáld keppninnar. Í seinasta vor tók Pétur þátt í The Sondheim Society‘s Student Performer of the Year Competition sem haldin var í Sondheim Theatre á West End í London og hlaut þar sérstaka viðurkenningu fyrir flutning sinn á I Wish I Could Forget You eftir Stephen Sondheim.

Pétur hefur komið fram við hin ýmsu tilefni sem söngvari og píanóleikari. Til dæmis hefur hann komið fram sem söngvari og sögumaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fjölskyldutónleikum hljómsveitarinnar með lögum úr leikritum eftir Astrid Lindgren. Pétur var síðan valinn til að taka þátt í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitarinnar árið 2020.