Lilja Guðmundsdóttir ólst upp á Kópaskeri og stundaði söngnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, við Söngskóla Sigurðar Demetz og í Musik und Kunst Privatuniversität der Stadt Wien en þaðan lauk hún Mastersprófi haustið 2015 með fyrstu einkunn. Hennar helstu kennarar voru Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Uta Schwabe.
Meðal hlutverka hennar í skólanum í Vínarborg voru Fiordiligi í Così fan tutte, Lauretta í Gianni Schicchi, Corinna í Il Viaggio a Reims og Anne Trulove í The Rake’s Progress. Á námsárunum söng Lilja Næturdrottninguna í Töfraflautunni hjá Oh!pera og í Suor Angelica hjá Teather and der Wien. Hér heima hefur hún sungið hlutverk Donnu Elviru úr Don Giovanni með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Frasquitu í Carmen og Second Niece í Peter Grimes hjá Íslensku óperunni. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með Salon Islandus, The Festival Orchestra Wien og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lilja hefur sungið á ótal tónleikum í Austurríki, Frakklandi, Búlgaríu, Finnlandi, Þýskalandi og á Íslandi. Lilja hefur hlotið styrki úr Minningarsjóði Sigurðar Demetz og úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal. Lilja hlaut úthlutun úr launasjóði tónlistarflytjenda árið 2019.
ENGLISH
Lilja Guðmundsdóttir grew up in the northern part of Iceland where she studied flute and piano from an early age. Later she studied vocals at the Music School of Akureyri with Sigríður Aðalsteinsdóttir. From 2006-2010 she studied at the Sigurdur Demetz School of Vocal Arts in Reykjavík with Jón Thorsteinsson and Sigrún Hjálmtýsdóttir. Lilja received a scholarship from Dalton Baldwin 2009 and 2010 and has participated in Masterclasses with Barbara Bonney, Roger Vignoles, Lorraine Nubar, Galina Pisarenko and Angelika Kirschlager. Lilja sang the role of Donna Elvira from Don Giovanni in Harpa Reykjavik Concert hall in 2012, Frasquita in Carmen at the Icelandic Opera in 2013 and 2. Niece in Peter Grimes at the Reykjavík Art Festival in 2015. In Vienna Lilja sang Suor Osmina/Una Novizia at Theater an der Wien in Vienna in 2012 and The Queen of the night with Oh!pera in 2014. In October 2015 Lilja finished her Master’s degree from The Music and Arts University of the City of Vienna under the guidance of Uta Schwabe.