Jóhanna Vigdís Arnardóttir
Jóhanna Vigdís Arnardóttir söng-og leikkona hefur starfað í Borgarleikhúsinu um árabil.
Hún lærði söng og píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar og leiklist við Leiklistarskóla Íslands.
Meðal helstu söngleikja hlutverka hennar við Borgarleikhúsið eru Grease, Chicago, Kysstu mig Kata, Söngvaseiður, Mary Poppins, Billy Elliot og Mamma Mia.