Hallveig Rúnarsdóttir hóf söngnám hjá Sigurði Demetz árið 1991. Hún lauk 8. stigi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Rutar L. Magnússon árið 1998. Það sama ár hóf hún nám hjá Theresu E. Goble við Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist þaðan með láði sumarið 2001.
Hallveig Rúnarsdóttir hóf söngnám hjá Sigurði Demetz árið 1991. Hún útskrifaðist með láði frá Guildhall school of Music and Drama 2001. Hallveig hefur sungið nokkur óperuhlutverk, flest hjá Íslensku Óperunni en einnig víðar. Meðal hlutverka hennar eru Donna Anna í Don Giovanni eftir Mozart, Michaëla í Carmen eftir Bizet, Fiordiligi í Così fan Tutte eftir Mozart, Gianetta í Ástardrykknum eftir Donizetti, Rödd af himnum í óperunni Don Carlo eftir Verdi og Echo í Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. Árið 2016 frumflutti hún hlutverk stúlku í óperu Kristians Blak, Ljós í ljóði í Færeyjum, árið 2018 hlutverk Gilitruttar í samnefndri óperu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og árið 2020 óperuna Traversing the Void eftir sama höfund.
Hallveig hefur sérstaklega verið virk í flutningi nýrrar tónlistar og hefur frumflutt mörg ný íslensk verk, t.d. á Listahátíð í Reykjavík og á Sumartónleikum í Skálholti, auk upptaka fyrir útvarp.
Hallveig hefur og haldið fjölda einsöngstónleika á Íslandi undanfarin ár þar sem hún hefur lagt áherslu á ljóðasöng. Hún er þar að auki stofnandi og listrænn stjórnandi kammerhópsins Cantoque Ensemble sem einbeitir sér að flutningi upprunatónlistar.
Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngkona ársins í sígildri- og samtímatónlist árin 2013 og 2018 og tilnefningu til sömu verðlauna 2014, 2016, 2020 og 2021. Hún var tilnefnd til Grímuverðlauna sem söngvari ársins árið 2014 og árið 2017.
Born in Reykjavík, Hallveig Rúnarsdóttir began her studies at the age of 16. She graduated from The Guildhall School of music and Drama in London with honours in 2001.
Her opera roles include among others Donna Anna in Don Giovanni, Fiordiligi from Cosi fan tutte, Servilia in La Clemenza di Tito by W. A. Mozart, Echo in Ariadne auf Naxos by Richard Strauss and Giannetta in L´elisir d´Amore by Donizetti.
She is an avid baroque and renaissance singer and has performed with the Icelandic Symphony orchestra on numerous occasions. She is also an active lieder performer, has focused on contemporary music and has premiered numerous Icelandic pieces both in Iceland and abroad.
Hallveig won the Icelandic Music Awards as classical singer of the year in 2013 and 2018. She was nominated for the same price in 2014, 2016, 2020 and 2021. She was then nominated for Gríman, the Icelandic theatre price, in 2014 and 2017.