Gunnar Guðbjörnsson stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz á Íslandi, Frau Hanne-Lore Kuhse og Michael Rhodes í Þýskalandi en þar að auki sótti hann söngtíma hjá hinum þekkta sænska söngvara Nicolai Gedda og Rainer Goldberg í Berlín. Á árunum 1990-91 var hann meðlimur í National Opera Studio í London.
Gunnar þreytti frumraun sína á óperusviðinu hjá Íslensku Óperunni árið 1988 í hlutverki Don Ottavio í óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Hann söng víða í tónleikasölum og óperum á námsárunum en strax að loknu námi réðst hann sem lýriskur tenór við Ríkisóperuna í Wiesbaden en þar var hann til ársins 1995. Á árunum 1995-97 var hann svo fyrsti lýriski tenór Þjóðaróperunnar í Lyon í Frakklandi. Á árunum 1999-2003 var Gunnar fastráðinn við Ríkisóperuna í Berlín og starfaði náið þar með hljómsveitarstjóranum Daniel Barenboim.
Gunnar hefur einnig sungið í fjölda annara óperuhúsa og má þar nefna Grand Theatre í Genf, óperurnar í Lissabon, Marseille, Toulouse, Lille, Opera National í París (Bastille), Frankfurter Oper, Staatsoper Hamburg, Nationaltheater í München, Kölner Oper, Deutsche Staatsoper , Deutsche Oper í Berlín, Teatro Communale í Bologna, Teatro Massimo í Palermo og Wiener Staatsoper.
Á tónleikapallinum hefur Gunnar einnig verið virkur og sungið víða. Má þar nefna Alte Oper í Frankfurt, Salle Pleyel í París, Albert Hall í London og Berlínar Fílharmoníunni en þar þreytti hann frumraun sína með Fílharmóníusveit Berlínar í maí 1999.einsöngstónleika hefur hann sungið m.a. í Wigmore Hall og Covent Garden Óperunni í London, Staatsoper í Berlín, í Salle Gaveau í París og á Aix-en-Provence hátíðinni í Frakklandi. Utan Evrópu hefur hann sungið með Sinfóníuhljómsveitunum í Israel, Singapore og Chicago í Bandaríkjunum. Hann hefur átt samstarf við marga þekkta stjórnendur og má þar nefna Helmut Rilling, Kent Nagano, Jeffrey Tate, Antonio Pappano, Sir Neville Marriner og Daniel Barenboim.
Hlutverkaskrá Gunnars er mjög fjölbreytt en hún hefur að geyma öll helstu aðalhlutverkin í óperum Mozart en einnig Nemorino í Ástardrykknum, Fenton í Falstaff, Lensky í Eugene Onegin, Quint í óperu Britten Turn of the screw, Almaviva í Rakaranum frá Sevilla, Stýrimanninn í Hollendingnum fljúgandi og Rodolfo í La Boheme.
Í september 2007 þreytti Gunnar frumraun sína í hlutverki hetjutenórs þegar hann söng Walther von Stolzing í óperunni Meistarasöngvararnir frá Nurnberg í óperuhúsinu í Halle í Þýskalandi. Síðan þá hefur hann sungið m.a. Das Lied von der Erde í Kiel og komið fram í Opera de Paris (Bastille) en veturinn 2008/9 söng Gunnar hlutverk Idomeneo í óperunni í Osnabrueck, Max í Freischuetz eftir Weber og Siegfried í samnefndri óperu Wagners í Freiburg og veturinn 2009/10 söng hann einnig í því óperuhúsi hlutverk Heródesar í Salóme eftir Strauss og Hueon í óperu Webers, Oberon.
Meðal þess sem Gunnar hefur fengist við síðustu ár er tónleikasöngur í Þýskalandi og Svíþjóð en hann söng einnig hlutverk Læknisins í óperu Helga Rafns Ingvarssonar, Music and the Brain á Óperudögum haustið 2020. Sýningin ferðaðist til Svíþjóðar, London og Liverpol á árinu 2022. Gunnar leikstýrði óperunni Cosi fan tutte fyrir Opera Classica Europe vorið 2024.
Gunnar hefur lokið meistaragráðu í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og starfar nú sem skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
Gunnar Gudbjörnsson started his career in the UK and Germany after studying in Iceland, Berlin and London. He sang first lyric tenor of the Wiesbaden Opera from ’91-95 and held the same position in Opera National de Lyon from ´95-´97. He later joined the Staatsoper unter den Linden in Berlin from ´99-02.
Gudbjörnssons career has also taken him to some of the Worlds other leading Operahouses in Europe, a.o. Munic Opera, Bastille in Paris, Opera de Toulouse, La Monnay in Brussels, Welsh National Opera, Madrid Opera, Teatro Massimo in Palermo and the Vienna State Opera.
He has sung recitals in the Wigmore Hall, Salle Gaveau and the Royal Opera House Covent Garden and concerts in the Royal Albert Hall(Proms ’95), Salle Pleyel, Philharmonie in Berlin and Munic and Konzerthaus in Hamburg, Alte Oper in Frankfurt and with renowned orchestras like the Berlin Philharmonic, the Royal Philharmonic in London, Wiener Philharmoniker, Chicago Synphony Orchestra, Singapore Sinphony Orchestra and the Israel Philharmonic Orcestra to mention some.
His range of recordings consists of lieder and songs, but also oratoria and opera. He sang with Daniel Barenboim a recording of the role Walther in Tannhauser in 2000 for Teldec and has as well recorded for Decca, Philips and other labels.
In 2007 Gudbjörnsson changed to the german heavier Fach, now singing roles like Max in Freischuetz, Stolzing Meistersinger, Herodes in Salome and Siegfried and has in recent years concentrated on concert repertoire.
Recent engagement include the role of the Doctor in Helgi Ragn Ingvarssons opera Music and the Brain for Óperudagar in Reykjavik, The Nordic Song Festival in Sweden and The Tete a Tete Festival in London. The opera also performed in Liverpools Tung Hall.
Gudbjörnsson finished his MA at Bifröst University in 2012 in Cultural Management and is currently dean at Sigurður Demetz Singing Academy and sings in concerts, a.o. the concert series Pearls of Icelandic Songs in Harpa Concert hall, and perfroms on rare occations abroad.