Guðbjörg Sigurjónsdóttir stundaði nám hjá Ragnari Björnssyni í Reykjanesbæ. Hún lauk píanókennaraprófi frá Sweelinck Conservatorium árið 1979 og starfaði sem píanókennari við Musikschool Beverwijk árin 1979 – 1981. Þá flutti hún til Íslands og kenndi á píanog og starfaði sem og meðleikari við Nýja Tónlistarskólann frá árinu 1981.
Hún sótti tíma í meðleik hjá Charles Spencer og námskeið m.a. hjá Dalton Baldwin en árið 1995 stofnaði hún Söngskóla Sigurðar Demetz, þá undir nafninu Nýi Söngskólinn Hjartansmál.
Hefur unnið þar sem skólastjóri og meðleikari frá þeim tíma.