Árni Heiðar Karlsson
17910
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-17910,page-child,parent-pageid-15776,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive
 

Árni Heiðar Karlsson

Starfsferill

Árni Heiðar hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi sem píanóleikari, meðleikari, tónskáld og hljómsveitarstjóri, í leikhúsum og kvikmyndum. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur með eigin tónsmíðum, „Q“ (2001) og Mæri (2009) sem báðar voru tilnefndar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna og sú þriðja, Mold er væntanleg í haust.

Árni Heiðar hóf nám í píanóleik í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, þá lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist árið 2000 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Framhaldsnám í klassískum píanóleik stundaði hann hjá píanóleikaranum Martino Tirimo í London og við Háskólann í Cincinnati í Bandaríkjunum þaðan sem hann útskrifaðist með Meistaragráðu árið 2003. Samhliða þessu lauk Árni Heiðar burtfararprófi frá djassdeild FÍH 1997 og stundaði framhaldsnám í djasspíanóleik við Listaháskólann í Amsterdam veturinn 1997-98 þar sem hann naut leiðsagnar djasspíanistans Rob Madna.