04 jan Janet Haney í Söngskóla Sigurðar Demetz
Janet Haney verður með masterclass fyrir nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz þriðjudaginn 10. janúar kl. 17-20.
Janet hefur um árabil starfað sem óperuþjálfari og meðleikari í Bretlandi og víðar en hún er Íslendingum af góðu kunn m.a. fyrir störf sín við Íslensku óperuna. Hún hefur starfað m.a. fyrir Wexford Festival Opera, Welsh National Opera, English Touring Opera, Opera Holland Park, Longborough Festival Opera, Dorset Festival Opera, Opera Africa (South Africa), European Chamber Opera and Opera Project.
Hún hefur verið stjórnandi óperusýninga hjá Guildhall School of Music and Drama, Birmingham Conservatoire og unnið sem gestaþjálfari hjá Royal College of Music en síðan í haust hefur hún starfað hjá Royal Academy of Music í London.
Janet mun vinna með óperudeildarnemendum skólans á meðan á dvöl hennar stendur hér á landi en einnig er hægt að bóka sérstaka tíma hjá henni fyrir aukagreiðslu með því að senda póst á gunnar@songskoli.is. Janet er á landinu frá 6.-13. Janúar.
Sorry, the comment form is closed at this time.