27 sep Halldór E. Laxness með masterklass í SSD
Halldór E. Laxness, leikstjóri verður með masterklass hjá okkur í Söngskóla Sigurðar Demetz mánudaginn 3. október kl. 17.30.
Halldór er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann stundaði leiklistarnám á Ítalíu og starfaði þar og á Spáni sem leikari um tveggja ára skeið með ítalska leikhópnum Teatro della Fortuna. Í Kanada starfaði Halldór sem leikstjóri við Banff Center for the Arts, þar sem frumflutt voru tvö fjöltæknileikverk eftir hann, Journey through a mirror og Abandond 1504. Halldór hefur leikstýrt fjölda sýninga allt frá árinu 1981 bæði hérlendis og einnig erlendis og má þar nefna verk eins og: Jarðskjálftrar í London, Slavar, Leyndarmál rósanna, Vefarinn mikli frá Kasmír, Túskildingsóperan, Baal, Kákasíska krítarhringinn, Mahagonny hjá MH 1993, Ráðskonuríki, Rita, Orfeus í undirheimum, Ævintýri prakkarans, Sannur vestri, Sjúk í ást, Standandi pína, Leiksoppar, Glerdýrin, Hedda Gabler og Fröken Júlía. Hjá Borgarleikhúsinu leikstýrði Halldór Dúfnaveislunni og Blóðbræðrum. Halldór var fyrsti fastráðni leikstjórinn hjá Íslensku óperunni leikárið 1995-1996 og leikstýrði þá Hans og Grétu, Madama Butterfly og Galdra-Lofti. Aðrar uppfærslur hjá Óperunni eru: Tökin hert, Flagari í framsókn og Il Trovatore í Eldborginni 2012 Halldor stofnaði Paradox-hópinn í Los Angeles og er einnig stofnandi og listrænn stjórnandi The Festival of New European Opera, Frakklandi. Halldór er með mastersgráðu (MFA) í leikstjórn frá California Institute of the Arts í Los Angeles. Halldór kennir leiktúlkun við óperudeild Listaháskóla Íslands.
Þeir nemendur í SSD sem hafa áhuga á að sækja um að vera þátttakendur í masterklass Halldórs geta sent póst á gunnar@songskoli.is
Sorry, the comment form is closed at this time.