24 okt Gary Jankowski með masterklass og einkatíma í SSD
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að bandaríski bassasöngvarinn Gary Jankowski kemur aftur til landsins í næsta mánuði eftir nokkurra ára hlé.
Gary hefur verið aðalkennari hóps nemenda síðustu árin úr Söngskóla Sigurðar Demetz, við konunglegu tónlistarakademíuna í Antwerpen þar sem hann starfar sem professor. Hann kenndi nýlega við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi en hann verður hér á landi dagana 29.október til 2. Nóvember. Nemendum tækifæri á að kaupa einkatíma hjá honum þessa daga. Gary verður einnig með masterklass mánudaginn 31. október k. 17.30 í Hljómbjörgu, og geta nemendur geta sótt um að syngja á og er hægt er að sækja um með því að senda póst á gunnar@songskoli.is. EInnig er hægt að senda póst á sama netfang vegna einkatíma.
Gary Jankowski á að baki áratuga feril sem söngvari, mestan hluta í Þýskalandi þar sem hann var fastráðinn við óperuhúsin í Nuremberg, Halle/Saale, Freiburg, Rostock og Schwerin. Hann hefur jafnframt komið fram sem gestasöngvari í Leipzig, Donostia/San Sebastian, Peralada, Dorset og Kiel. og sungið við óperuhúsin Opera de Belles Artes, Mexico City, og Teatro Colón-Ring in Buenos Aires en hann söng einnig hlutverk Fafners and Hagen í verðlaunauppfærslu Anthony Pilavachi iá Niflngahringnum í Lübeck.Hann hefur unnið me stjórnendum á borð við Kent Nagano, Philippe Jordan, Andriy Yurkevych, Jacques Delacôte, Miltiades Caridis, Roberto Paternostro, Stefan Malzew, Michail Jurowski, og Niksa Bareza. Lesa má um feril Gary Jankowskis á heimasíðu hans.
Síðustu ár hefur hann í auknu mæli snúið sér að kennslustörfum en auk þess að hafa haldið masterklassa í Belgíu og Ísrael starfar hann sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Antwerpen.
Hópur af útskrifuðum nemendum Söngskóla Sigurðar Demetz hafa haldið utan til Antwerpen til náms við Konunglega listaháskólanum þar í kjölfar þess að hafa sótt tíma hjá honum á síðustu árum hér í skólanum.
Sorry, the comment form is closed at this time.