Einsöngsdeild
15749
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15749,page-parent,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive
 

Einsöngsdeild

Grunnnám: 1., 2. og 3. stig

Í grunnnámi fær söngnemandi 60 mínútur í söngkennslu hverja viku auk 30 mínútna með píanóleikara. Nemendur mæta í samsöngstíma og geta komið fram á tónleikum í skólanum. Námstími er misjafn en gera má ráð fyrir að grunnstigið skiptist í þrjú stig og að hvert slíkt stig taki að jafnaði hálft til eitt ár í námi. Hafi nemandinn mikla reynslu af söng t.d. í kórum getur þetta nám þó tekið skemmri tíma. Í grunnnámi fær nemandi 2 tíma vikulega í tónfræði og tónheyrn og þarf að hafa lokið grunnprófi í tónfræði og tónheyrn áður en söngpróf er tekið upp í miðnám.

Miðstig: 4. og 5. stig

Miðnám veitir nemanda 1 klukkustund í söngtíma í viku auk 30 mínútna meðleikstíma með píanóleikara. Tónfræði og tónheyrt fær nemandinn í 2 klukkustundir vikulega auk tónlistarsögu í 1 ½ klukkustund. Nemandi þarf að ljúka prófum í þeim fögum í miðstigi til að taka söngpróf fyrir framhaldsnám. Nemendur koma fram í samsöng og á tónleikum í skólanum en geta auk þess áunnið sér rétt til að taka þátt í masterklössum hjá þekktum gestakennurum skólans.

Framhaldsnám: 6. og 7. stig

Framhaldsnám felur í sér 1 klukkustund á viku í söngtíma og 40 mínútur í meðleik með píanóleikara. Nemandinn sækir nám í Hljómfræði I og að því loknu Hljómfræði II og þarf að ljúka námi í þeim fögum auk tónlistarsögu til að taka Framhaldsstigspróf. Nemendum gefst kostur á að sækja samsöngstíma eins og í öðrum stigum en auk þess fá framhaldsstigsnemendur tækifæri til að sækja masterklassa hjá þekktum gestakennurum skólans. Einnig gefst framhaldsstigsnemendum kostur á að taka þátt í óperudeild skólans þar sem settar eru á svið sýningar, ein óperusýning í Iðnó þar sem sungið er fyrir í hlutverk og valið í einskonar keppni en auk þess er sett upp smærri sýning þar sem allir nemendur geta tekið þátt.

Háskólastig: 8. stig

Nám á háskólastigi hefur einnig verkið nefnt „fjórða þrep“ og getur nemandi á því stefnt að Burtfararprófi frá skólanum. Námið felur í sér 1 klukkustundar söngtíma og meðleik með píanóleikara í 45 mínútur á viku. Einnig gefst framhaldsstigsnemendum kostur á að taka þátt í óperudeild skólans þar sem sett er á svið fullbúin óperusýning.