Áríðandi skilaboð til nemenda Söngskóla Sigurðar Demetz
17999
post-template-default,single,single-post,postid-17999,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Áríðandi skilaboð til nemenda Söngskóla Sigurðar Demetz

Áríðandi skilaboð til nemenda Söngskóla Sigurðar Demetz

Fréttir af smitum valda okkur miklum áhyggjum og þykjumst við viss um að þeim áhyggjum deilum við öll. Okkur þykir leitt að þurfa að tilkynna að við getum ekki lengur skorast undan að sýna ábyrgð og setja kennslunni í Söngskóla Sigurðar Demetz skorður, tímabundið.

Tónfræðigreinar og tónlistarsaga verða kennd í nettímum næstu tvær vikur og erum við að skoða hvaða lausnir verða notaðar varðandi hóptíma í söngleikjadeild , óperudeildum 1 og 2, unglinga- og barnadeild, á þessu sama tímabili. Kennarar þeirra deilda verða í sambandi við nemendur um þá kennslu á næstu dögum.

Við mælumst til þess að söngkennarar verði í sambandi við sína nemendur í dag varðandi leiðir að framkvæmd söngtíma og einnig erum við að skoða með hvaða hætti meðleikur getur farið fram á tímabilinu til 19.október.

Allt bendir til þess að veldisvöxtur veirunnar sé að raungera sig. Við höfum verið ótrúlega lánsöm þessar vikur frá skólabyrjun en nú er kominn tími til að taka sig taki og vonandi verðum við fljót að vinna okkur út úr vandanum og getum þá aftur snúið til okkar hefðbundu kennsluleiðum.

Hér er samantekt aðgerðanna í Söngskóla Sigurðar Demetz nú :
1. Við leggjum af alla hópakennslu í skólanum næstu tvær vikur og verða tónfræðigreinar kenndar á netinu
2. Við frestum hópkennslu í tvær vikur í söngleikjadeild, óperudeildum 1 og 2 og unglinga- og barnadeild en verðum hugsanlega með verkefni og einhverja hópavinnu gegnum Zoom eða aðra netfundamiðla.
3. Með eftirfarandi valmöguleikum, í samráði við kennara fara einkatímar í söng fram með eftirfarandi hætti:
   a) Gegnum netið í miðlum á borð við Zoom, Microsoft Teams eða aðra hentuga miðla.
   b) Nemendur fá einkatíma bætta eftir þær 2 vikur sem tímar falla niður, þannig að samtals fáist 35 söngtímar í heildina í vetur.Tíminn sem uppbótartímar eru kenndir er samningsatriði nemenda og kennara. Athugið að ef nemendum samþykkja ákveðinn tíma þurfa kennarar     aðeins að bæta upp tímann ef kennarar þurfa að aflýsa þeim ákveðna tíma – ekki ef nemandinn ákveður að mæta ekki. Kennarar leggja mikið á sig til að láta allar breytingar ganga upp og hafa auðvitað takmarkað þrek og tíma til að bæta upp tíma ef nemendur nýta ekki gefna tíma.
  c) Nemendur og kennarar í einstaka tilfellum geta samið um að fá tíma næstu vikur í skólanum ef báðir aðilar eru því samþykkir. Þeim er þá skylt að gæta að því að það er á vissan hátt á ábyrgð þessara tveggja aðila að fylgja ströngum sóttvarnarreglum og sjá til þess að 2 metra fjarlægð sé milli nemenda og kennara, að tjöld aðskilji þá meðan á kennslu stendur og að gríma sé borin fram að því að söngur hefst. Einnig mælumst við til að söngkennarinn beri grímu meðan á tímanum stendur.

Ég veit þetta er aukið álag á okkur öll og kostar sína orku en veirunni er víst nokkuð sama um það. Okkar markmið er að allir fái þá kennslu sem þeim er ætlað en minnum jafnframt á að reynsla okkar af þessu frá því í vor er að kennarar þurfi að leggja á sig meiri vinnu til að því markmiði verði náð. Við reynum að bregðast ekki í verkefninu sem okkur er sett fyrir og vonum að þið sýnið því skilning að hlutirnir geta ekki alltaf verið fullkomnir í ástandinu sem nú skapast.

Við þurfum að vinna okkur út úr þessu öll saman og svo við getum verið sátt eftir þennan erfiða vetur sem framundan er.

Við óskum okkur öllum góðs gengis á næstu vikum við að kveða niður þessa öldu sýkinga. Höldum í jákvætt hugarfar og gleðina og syngjum okkur í gegnum ástandið.
No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.