Almennar upplýsingar
15944
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15944,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive
 

Almennar upplýsingar

Upplýsingar frá skrifstofu

Forföll

Falli kennsla niður vegna veikinda kennara eða nemanda er ekki skylda að bæta upp tíma. Falli tími niður af öðrum orsökum er kennsluuppbót samningsatriði fyrrgreindra aðila.

Greiðslukjör

Greiðsla skólagjalda skiptist á fjóra gjalddaga, 1. október,1. desember,1. febrúar og 1. apríl. Eindagi er 15 dögum síðar. Ógreidd gjöld eiga á hættu að vera send til innheimtu til Inkasso. Semja ber um greiðslur og borga staðfestingargjald áður en kennsla hefst. Staðfestingargjald er óafturkræft.

Nemendur sem hyggjast hætta námi á meðan á skólaári stendur skulu tilkynna það til skrifstofu skólans og semja þar um greiðslur skólagjalda í samræmi við námstímann.

Nemendur sem stunda grunnstigsnám í Söngskóla Sigurðar Demetz þurfa að semja við sitt sveitarfélag ef þeir eru búsettir utan Reykjavíkur, um greiðslu kennslukostnaðar. Greiðlsa kennslukostnaðar á grunnstigi í söng er á ábyrgð sveitarfélaga en skólagjöld skólans eru til að mæta kostnaði við rekstur hans.

Nemendur sem hætta námi á miðju skólaári

Nemendur sem taka þá ákvörðun að hætta námi eftir að skólaárfið er hafið verða að gera ráð fyrir að greiða skólanum 3 mánuði af skólagjöldum eftir að námi er hætt (skólaárið skiptist í 9 mánuði). Athygli skal vakin á því að skólinn ber fjárhagslega ábyrgð gagnvart kennurum í 3 mánuði eftir að nemandi hættir námi og greiðir honum laun í þann tíma ef nýr nemandi innritar sig ekki í skólann fyrir þann sem hættir. Einnig ber skólinn aðrar rekstrarlegar skuldbindingar sem verður að mæta.

Veikindi nemenda og kennara

Eins og þekkt er í öðru skólastarfi ber kennara ekki skylda til að bæta nemendum upp söngtíma á veikindatíma sínum nema um sé að ræða lengri tímabil. Þá sér skólinn nemendum fyrir öðrum kennara í samráði við nemandann.

Verði nemandi veikur eða kjósi hann að sleppa mætingu í söngtíma,  ber kennara ekki skylda til að bæta upp þá töpuðu söngtíma.

Sótt um inngöngu í skólann

Áður en sótt eru um inngöngu í skólann skal umsækjandi skrá sig gegnum Rafræna Reykjavík. Nánari upplýsingar fást í síma 552-0600 eða 893-7914 . Að því búnu er sótt um á heimasíðu skólans eða símleiðis. Umsækjandi þarf að leggja til allar upplýsingar sem beðið er um á umsóknareyðublaði þessarar síðu.

Upplýsingar um áfangapróf

Allar almennar upplýsingar um áfangapróf í söng er að finna á heimasíðu Prófanefndar. Sérstakt prófgjald er tekið fyrir áfangapróf og er það ekki innifalið í skólagjöldum.

Nemendafélag SSD

Markmið Nemendafélags Söngskóla Sigurðar Demetz er að efla góðan anda meðal nemenda og gæta hagsmuna þeirra innan skólans. Til að efna það háleita markmið ætlar félagið að standa fyrir ýmsum viðburðum, kynna þau mál sem eru efst á baugi í skólanum hverju sinni og vekja athygli á viðburðum sem tengjast sönglistinni.

Nemendafélagið skal starfa sem talsmaður nemenda og beita sér fyrir umbótum ef þess þarf í góðu samstarfi við stjórnendur skólans.

Yfirstandandi skólaár er senn á enda og miklar annir í lok eins og gefur að skilja. Dagskráin næstu vikur er því ekki þétt en stefnt er að því að halda einhverskonar lokahóf/ársfögnuður í lok skólaársins. Fundur verður haldinn í á næstunni til að ákveða framkvæmd þessa fagnaðar.

Netfang nemendafélagsins er nemendafelag@songskoli.is

Vinafélag SSD

Tilgangur Vinafélagsins er að styðja á ýmsan hátt við Söngskóla Sigurðar Demetz, en ekki síður að heiðra minningu Sigurðar Demetz sem var fyrsti verndari skólans. Verður það gert með ýmsum viðburðum s.s. tónleikum og fl. sem félagið mun stuðla að í samstarfi við skólann.

Allir geta verið  í vinafélagi Söngskóla Sigurðar Demetz og stuðla með því að eflingu söngmenntunar og viðburða skólans.  Árgjald í vinafélaginu er kr. 5.000 fyrir einstaklinga og kr. 6.000 fyrir hjón/pör.  Námsmenn greiða hálft gjald.  Meðlimir Vinafélagsins fá ókeypis aðgang að viðburðum þess.

Rafræn Reykjavík

Nemendur sem hyggja á nám í Söngskóla Sigurðar Demetz þurfa að sækja um nám á heimasíðu skólans en einnig er nauðsynlegt að skrá sig í námið á Rafrænni Reykjavík.

Jafnréttisáætlun SSD

Í mannréttindarstefnu Reykjavíkurborgar eru mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar lagðar til grundvallar og er hún byggð á jafnréttisreglunni og miðar að því að allar manneskjur fái notið mannréttinda.

Mannréttindi eru varin í stjórnarskrá Íslands. Mannréttindarstefnan er byggð á lögum um jafnan rétt kvenna og karla.

Söngskóli  Sigurðar Demetz skuldbindur sig til að vinna að mannréttindum á grundvelli jafnræðis, mannréttinda og góðrar samvinnu við nemendur skólans og kennara, og gegna þannig lykilhlutverki í að skapa vellíðan og öryggi þeirra sem skólinn veitir atvinnu og þjónustu.

Óheimilt er að mismuna fólki vegna kyns og framlag hvers og eins skal metið að verðleikum.

Konur og karlar skulu njóta sambærilegra kjara og réttinda.

Stjórnendur og starfsmenn Söngskóla Sigurðar Demetz bera ábyrgð á að tryggja að mannréttindi allra í skólanum séu virt enda beri stjórnendur ábyrgð á að:

... vinna samkvæmt mannréttindarstefnu Reykjavíkurborgar og kynna þá stefnu ár hvert við skólasetningu,
... kennsluhættir taki mið af því fjölbreytta samfélagi sem við búum í.

Söngskóli Sigurðar Demetz mun sjá til þess að jafnréttisstefnunni sé fylgt eftir og standa vörð um að nemendum, kennurum og stjórnendum skólans sé á engan hátt mismunað.

Að auki mun skólinn, í samræmi við 22. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum.

Þá mun skólinn fræða nemendur sína um kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi,

Starfsfólk skal læra að þekkja einkenni kynferðislegrar áreitni og kynbundins ofbeldis, og hvernig ber að bregðast við grun eða vissu um slíkt meðal nemenda skólans.

Nemendum skal ætíð vera ljóst hver réttur þeirra er og hvert þeir geta leitað innan og utan skólans komi slíkt upp.

Skólinn setur sér það takmark ár hvert að kynna janfnréttisáætlun sína og sjái til þess að henni sé fylgt í öllu. Stefnan skal kynnt öllu starfsfólki að hausti og vera sýnileg á heimasíðu skólans.

Skólinn setur sér það takmark ár hvert að kynna janfnréttisáætlun sína og sjái til þess að henni sé fylgt í öllu. Stefnan skal kynnt öllu starfsfólki að hausti og vera sýnileg á heimasíðu skólans.

Skólastjórar Söngskóla Sigurðar Demetz  bera ábyrgð á að Mannréttindastefnunni sé framfylgt innan vébanda skólans.

Jafnréttisáætlun Söngskóla Sigurðar Demetz gildir frá skólasetningu 26. ágúst 2015 til skólasetningar 25. ágúst 2016, og er staðfesting á því að skólinn vinni eftir lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Framkvæmdaráætlun fyrir skólaárið 2015-2016

Guðbjörg Sigurjónsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson, skólastjórar Söngskóla Sigurðar Demetz.