Áhugamannadeild
17096
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-17096,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive
 

Áhugamannadeild

Kórsöngur – Áhugafólk

Söngskóli Sigurðar Demetz býður upp á kór- og áhugasöngvaradeild skólans, Sturtuna.

Leiðbeinendur eru Auður Gunnarsdóttir og Guðbjörn Guðbjörnsson.

Námskeiðið er hentugt fyrir þá sem vilja bæta sig í söng, hvort heldur einsöng eða þátttöku í kórsöng. Veittir verða einkatímar, snert verður á grunnatriðum tónfræði og tveir samsöngstímar með píanóleikara.

Námskeiðið samanstendur af eftirfarandi tímum:

5 einkatímar, 30 mín á viku

Tónfræði

1 hóptími 

Verð námskeiðs er 59.900

Skráningar fara fram með því að senda post á songskoli@songskoli.is eða á síðu skólans undir: https://songskoli.is/ums

 

Um kennara:

 Auður Gunnarsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún lauk 8. stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1991 þar sem kennari hennar var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Árið 1992 hélt hún til Stuttgart þar sem hún stundaði framhaldsnám við tónlistarháskólann og lauk árið 1997 prófi frá óperuskólanum og ljóða- og einsöngvaradeild. Kennarar hennar þar voru Prof. Luisa Bosabalian og Carl Davis. Haustið 1999 fékk Auður samning við óperuna í Würzburg þar sem hún söng hin ýmsu hlutverk, svo sem Rosalindu í Leðurblökunni, Antóníu í Ævintýrum Hoffmanns, Pamínu í Töfraflautunni, Micaälu í Carmen, Donnu Elviru í Don Giovanni, Blance í Samtal karmellítanna, Annínu í Nótt í Feneyjum, Luísu í Unga lordinum o.m.fl. Auk þess hefur Auður komið fram í óperuhúsunum í Mannheim, Heidelberg, Bielefeld og Hannover.

Auður hefur haldið fjölda ljóðatónleika hér heima og erlendis. Á námsárunum sótti Auður námskeið hjá Renötu Scotto, Brigitte Fassbaender og Hermann Prey. Auður hefur hlotið fjölda styrkja, m.a. listamannalaun ríkisins og styrk úr Tónlistarsjóði. Árið 1999 kom út geisladiskurinn Íslenskir söngvar þar sem Jónas Ingimundarson leikur á píanóið, en þau hafa unnið mikið saman, hljóðritað tónlist íslenskra tónskálda og oft komið fram á Tíbrár tónleikum Salarins. Að auki hefur Auður sungið inn á heildarútfáfu sönglaga Sigvalda Kaldalóns og Jóns Þórarinssonar. Árið 2010 sendi hún frá sér diskinn Little Things Mean a Lot þar sem hún flytur þekkt lög og aríur úr kvikmyndum, söngleikjum og óperettum við undirleik hljómsveitarinnar Salon Islandus. 2011 kom svo diskurinn Ljóð, Lieder, Songs út en á honum má finna ljóðasöngva frá ýmsum löndum. Píaónleikari á þeim diski er hinn rússnesski Andrej Hovrin og var þessi diskur tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2012.

Guðbjörn Guðbjörnsson er fæddur í Reykjavík 3. júní 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá hagfræðideild Verzlunarskóla Íslands árið1982 en á meðan á námi hans þar stóð söng hann hlutverk Perons í söngleiknum Evitu eftir Andrew Lloyd Webber. Það var fyrir hvatningu kennara hans Sigurðar Demetz að hann hætti lögfræðinámi og snéri sér alfarið að námi í óperusöng.

 

Guðbjörn fór fljótt að vinna fyrir sér með því að syngja opinberlega og fékk lítið hlutverk í Grímudansleiknum eftir Verdi í Þjóðleikhúsinu, auk þess að syngja sem staðgengill á æfingum fyrir Kristján Jóhannsson í Grímudansleik og Toscu og vera í Þjóðleikhúskórnum. Hann þreytti frumraun sína sem atvinnumaður aðeins 23 ára gamall með Sinfóníuhljómsveit Íslands í tenórhlutverkinu í Stabat Mater eftir Antonin Dvorak. Síðar söng hann einnig með SÍ í Sálumessu Mozarts, Sköpuninni eftir Haydn og C-moll messu Mozarts auk þátttöku í Vínartónleikum og verki eftir Bertholt Brecht.

 

Eftir burtfararpróf árið 1986 flutti Guðbjörn til Austur-Berlínar, þar sem hann lærði söng í tvö ár hjá Prófessor Hanne-Lore Kuhse kammersöngkonu við Ríkisóperuna í Berlin og óperuþjálfurunum Helmut Oertel við Deutsche Staatsoper og John Dawson við Deutsche Oper. Eftir það gekk Guðbjörn til liðs við Alþjóðlega óperustúdíóið í Zürich, en það er í raun hluti af óperunni þar í borg. Þar fékk Guðbjörn tilsögn í leiklist, dansi, tónlistarsögu og formfræði auk kennslu í hinum ýmsu stíltegundum tónlistar og annarri lokaslípun listamanns. Guðbjörn fékk nokkur tækifæri til að spreyta sig á sviði Óperunnar í Zürich, m.a. í hlutverki fyrsta vopnaða manns í Töfraflautunni undir stjórn Nicolaus Harnoncourt auk fleiri smærri hlutverka.

Árið 1990 var Guðbjörn ráðinn til óperunnar í Kíl í Slésvíg-Holsetalandi í Þýskalandi. Þar varð hann fyrsti lýríski tenór hússins árið 1991 og söng tugi hlutverka, m.a. Ferrandi, Tamínó, Don Ottavío, Nemorino, Ernesto auk tenórhlutverksins í Kátu Ekkjunni og fleiri óperettum. Guðbjörn söng að auki sem gestur í Tríer í Suður-Þýskalandi.

Guðbjörn stundaði frekara nám með Michael Rhodes í Tríer. Hann söng einnig fjölda tónleika, m.a. Messías, Sjö síðustu orð Krists eftir Cesar Franck o.fl. Eftir að Guðbjörn snéri aftur til Íslands söng hann nokkrum sinnum með Sinfóníuhljómsveitinni auk einsöngstónleika og tónleika með ýmsum kórum. Hann hefur gert nokkrar upptökur, m.a. með íslenskum kórum og fyrir RÚV, þýska og svissneska útvarpið, auk þess að syngja meðalstórt hlutverk í óperunni Fötin skapa manninn (Kleider machen Leute) eftir Alexander Zemlinsky við texta eftir Gottfried Keller. Guðbjörn er að auki með BA próf í þýsku og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands.